Ég hef verið þunglyndur nokkrum sinnum yfir ævina. Fyrst þegar ég var bara pínulítill og vissi ekkert að það væri til eitthvað sem héti þunglyndi og ég hélt ég væri bara svona glataður. Svo hef ég dottið í það (aðeins of mikið) og verið í ástarsorg og blabla.
Ég verð alltaf meira og meira meðvitaður um þetta. Sem er líklega gott. En núna síðustu daga hef ég fundið fyrir einhverju asnalegu verið að gerast inní hausnum á mér. Og það virðist ekkert vera að minnka, hitt þó heldur. Svo var ég bara í kvöld að glápa á vídjó á youtube og allt í einu datt mér í hug að fyrrverandi kærastan mín gæti alveg eins byrjað með hljómborðsleikara úr For a Minor Reflection, ég veit ekki alveg hvaðan það kom.. Fékk þessa stingandi ömurlegu tilfinningu og var nærri því farinn að gráta. Shit hvað þetta er pirrandi. Needless to say þá hætti ég að horfa á youtube og er bara hlusta mp3 frá útlöndum núna!
Það hefur alltaf verið einhver ástæða fyrir þunglyndi hjá mér, en núna.. Ég veit ekki, það gengur allt heavy vel! Er í fínni vinnu, góðum tengslum við vini mína, er með gott sjálfstraust og eiginlega bara elska lífið í klessu. En svo kemur þessi tilfinning uppúr þurru og ég bara /wrists
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta hérna er vegna þess að það hefur oft hjálpað mér að skrifa. Ég á líka mjög erfitt með að tala (opna munninn og láta koma hljóð) þegar ég dett í þennan gír, veit ekki afhverju, en það veldur því að ég get eiginlega ekki talað við neinn án þess að það verði top10 leiðinlegasta samtal lífs míns. Ég held samt að mér líði aðeins betur núna.
Er samt ekkert kominn í neinar sjálfsmorðshugsanir eða neitt alvarlegt.. Bara leiðindarmál!
Bætt við 4. desember 2010 - 23:09
Já mér líður pottþétt aðeins betur núna. Ekki miklu, en aðeins :)
indoubitably