Ég trúi frekar takmarkað á frjálsan vilja, ég er t.d. afskaplega latur en það er ekki vegna þess að ég tók þá ákvörðun heldur vegna þess að allt mitt líf upp á þessum tímapunkti hefur leitt til (g)lötunnar.
Langflestar ákvarðanir og gjörðir eru ómeðvitaðar, allir þessir litlu hlutir sem við pælum ekki einu sinni í. Það er bara þetta stærra sem nokkurn tíman verður að einhverju sem við virkilega þurfum að hugsa okkur um. Allavega er það sín sýn.
Og svo með að vera maður sjálfur. Það er líka hlutur sem ég hef hugsað oft og mörgum sinnum út í, og komist að ýmsum niðurstöðum. Ég er eiginlega á því núna að það sé tilgangslaust að vera maður sjálfur, þar sem það sjálf sem við sýnum mótast af því hvaða umhverfi við erum í. Myndrænt er hægt að sjá þetta fyrir sér eins og sjálfið sé slípaður gimsteinn, en allar hliðar hans sjást ekki. Þannig þætti mér fáránlegt að chilla freðinn með ömmu, mæta fullur í vinnuna eða fara í einhvern eltingaleik við vini mína, þó þetta séu allt hlutir sem ég geri þegar ég er “ég sjálfur”. Ég sjálfur í vinnunni, með fjölskyldunni eða vinunum eru nefnilega ekki allt sömu sjálfin, aðstæðurnar leiða fram hliðar sem ekki sjást í öðrum aðstæðum. Það má vera að ekki allir samþykki þessa sýn mína, t.d. er einn besti vinur minn mikið á móti því að fólk fari í einhverskonar hlutverk eftir því með hverjum það er, en fyrir mér er það hið besta mál.
Svo veit ég hvort eð er ekkert hver ég sjálfur er ;)
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.