Af hverju núna?
Augljóslega vegna þeirra umbrota sem hafa hér í fyrsta sinn í þessum málefnum átt sér stað á Íslandi. Almenningur er upplýstur um misnotkun og barnaníð af höndum fyrrverandi biskups. Eftirmáli þess, ef þú fylgdist ekki með í blöðunum, var stórfelld aukning í ásökunum um kynferðislega misnotkun á hendur embættismanna, í flestum tilfellum presta og kirkjumanna. Einnig var oft fjallað um margfaldaða ásókn fólks til aðstoðar hjá Stigamótum, oftar en ekki gamalt fólk sem vildi segja frá kynferðislegri misnotkun sem það hafði byrgt inni í langan tíma.
Biskups málið var eins konar “icebreaker” og opnaði fyrir flóðgátt af fólki sem var tilbúið að koma fram og segja sína sögu.
Því kemur það alls ekki á óvart að þetta sé að gerast núna. Fjöldanum sem ásakar gunnar undir nafni og nafnlaust hefur verið að fjölga stöðugt, enn og aftur “icebreaker”.
sjálfar segja þær að þær hafi aldrei ætlað með þetta í fjölmiðla. Enn og aftur spyr maður sig afhverju þær komu fram fyrst þær ætluðu víst aldrei að gera það. Hvað breytti afstöðu þeirra?
Þær sendu upphaflega Krossinum bréfin því að þær vildu ekki að gunnar væri í þessari stöðu sem andlegur leiðtogi, stöðu sem er auðvelt að misnota og gerðist fyrir þær (skv. þeirra frásögn). Held að krossinn hafi ekki tekið mikið mark á þeim og það takmarkaði úrræði þeirra verulega, ergo fjölmiðlar.
Ég er auðvitað ekki að segja neitt um sekt eða sakleysi Gunnars, en frá rökrænu sjónarhorni verður að teljast ólíklegra en ella að hann sé algjörlega saklaus nú þegar 7 konur hafa komið fram undir nafni.
Allt frekar basic. Eg leyfi mér að stórefast um afstöðu þína, hefur þú einhverra hagsmuna að gæta?