Hver bað þig um að tjá þig?
Hver bað þig um að tjá þig upprunalega? Þetta er spjallborð.
Er fólki ekkert kennt í grunnskóla lengur? Núna eruð þið tveir sem eruð ekki með lesskilning. Vonandi hafa hinir vit á að fela sig, þetta er farið að líta illa út fyrir grunnskólana.
Er ég að misskilja það sem þú varst að segja eða er ég að misskilja það sem Loki var að segja?
Þú áttir við að foreldrar þeirra sem fæddir eru seinna en 1989 hefðu vandað sig illa í makavali(=stundað óvarðar samfarir fullir með relatively random fólki) sem hefði ollið því að allir fæddir seinna en 1989 væru léleg eintök af manneskjum.
Logi lagfærði þá málfarsvillu hjá þér og grínaðist með að þeir sem fæddir væru eftir 1989 væru að minnsta kosti betri í málfræði (og þar sem þú nefndir að bjór væri ástæðan gerði hann það líka, þó að það hafi meikað jafnvel minna sense en upprunalega kommentið þitt).
Hins vegar er ég sammála því að ríkisreknu grunnskólarnir á Íslandi séu ömurlegir, en held að það sé ekkert nýtt fyrirbrigði (auk þess sem að við höfum að öllum líkindum verið á sama eða svipuðum tíma í grunnskóla).