Mér datt sísvona í hug að skrifa niður mitt einka hugar-angur. Þar sem að hugi er víst hvort eð er dauður og umræður sem að tengjast jú tilverunni eru sárasjaldgæfar hér.
En þetta er tilvera mín samtímis og þetta er það ekki. Þannig er það að ég finn ekki lengur fyrir eigin tilvist. Ég upplifi sjálfann mig sem vofu. Dæmdur til að liðast í gegnum daginn og finna fyrir krónískri þjáningu.
Það er vægast sagt drep leiðinlegt. En ég finn þó sáralítið fyrir leiðindum. Í rauninni finn ég ekki neitt. Það eina sem að finnur mig er sorg og eymd.
Þannig var það að ég fór fyrir stuttu á bráðamóttöku geðdeildarinnar. Í framhaldi þess hef ég mætt á fundi á BUGL og fengið þar bæði geð- og þunglyndislyf.
Þessi hlægilegu lyf virðast ekki breyta neinu, en kannski þarfnast þau jú lengri tíma.
Ég get nú hreinlega ekki skrifað allt saman niður. Það yrði svo óttalega mikið lesefni og þá er tilgangslaust að skrifa það sem enginn skyldi nenna að lesa.
En í stuttu máli þá snýst málið um kvíðaröskun ásamt því að ég hafi það sem er meint ranghugmyndir um lífið og tilveruna.
Einnig er vert að nefna að eftir 2 ár og 2 mánuði féll ég og fékk mér tók. Maður hefur svona sogast smávegis að því.
En hvað um það. Að pointinu.
Hefur einhver kær huganotandi þurft að kljást við svipuð vandamál og getur gefið einhver hentug ráð?
Eða jafnvel getur einhver komið með hugmynd að áhugamáli, einhverju sniðugu til að dreyfa huganum við.
Fyrirfram þakkir.