Fólk er orðið svo latt að það nennir varla að tala.
Ég er ekki að segja að ég tali hina fullkomnu íslensku og þéri foreldrum mínum einsog enginn sé morgundagurinn en ég reyni þá allavega að tala eins rétt og ég kann.
Fólki virðist vera alveg sama hvernig það beygir orð og setur saman setningar.
Það er alltaf verið að reyna stytta orð einsog 'e-h' og núna sá ég fyrir stuttu 'afh'. Hvað er að? eitthvað og afhverju eru ekki svo löng orð að það þurfi að finna einhverja styttingu fyrir utan það að flestir sitji fyrir framan tölvu þegar þeir nota þetta.
Hvaða tíma ertu að spara við að pikka ekki inn 6 stafi í tölvuna? Náðiru fluginu rétt svo afþví þú slepptir þessum 6 stöfum? NEI! Vinsamlegast Hættið þessari leti.
Og ég veit vel að 'e-h' og fleiri afbrigði af styttingum eru viðurkennd í íslensku máli en mér finnst alger óþarfi að stytta nú þegar stutt orð.
Ég spila tildæmis oft netleiki og þá er oft bara sagt Y í staðinn fyrir YES. Fyrir það fyrsta þá skapar það misskilning því að Y er borið fram sem why (væ) á ensku og svo er þetta líka ÞRIGGJA STAFA ORÐ!! Það þarf ekki að stytta eitt helvítis þriggja stafa orð fjandinn hafi það.
Lata fólk, sýnið smá metnað!
Bætt við 10. nóvember 2010 - 09:29
vá lesið svörin aðeins, það eru allir að segja að e-h sé ekki lögleg stytting. ÉG VEIT ÞAÐ! ég var bara að taka dæmi um hvað fólk gerir. það er óþarfi að allir svari sama svarinu endalaust…
So does your face!