Lögreglan þarf hvort sem er alltaf að díla við undirheiminn, hverju býttar að lögleiðing kanabis muni fækka því eða ekki?
Ég er ekki bara að tala um kannabis, ég er að tala um öll efni, en þó við lögleiðum bara kannabis þá er þetta augljóslega minna af skattpeningum að fara í rugl og það er augljóslega betra.
Það þurfa ekki að vera glæir til að fjármagna neyslu nema viðkomandi er fíkill og djúpt sokkinn í neysluna, þess er ekki þörf ef aðilinn tekur fulla ábyrgð á neyslu sinni og nær að stjórna henni.
En það hafa ekki allir stjórn á neyslu sinni. Auk þess er fólki ekki boðið uppá að taka ábyrgð á eigin neyslu þar sem þetta er ólöglegt.
Og ef þú ert að tala um í sambandi við gras, þá finnst mér full ástæða til að það sé ólöglegt svo að einhver lendi ekki í einhverjum vítarhring að geta ekki hætt og þurfa svo að fremja glæpi til að viðhalda neyslunni.
Fólk hættir ekki að neyta efnisins þó það sé ólöglegt. Efnið er mun dýrara ólöglegt en löglegt og því eru glæpir við að viðhalda neyslu mun meiri þegar að efnið er ólöglegt.
Mér finnst þú voðalega vera að benda í þessi svör þín til einhverja aðila sem eru sokknir nokkuð langt oní neyslu.
Að kanabis sé ólöglegt segir heldur ekkert um að það sé meiri ofneysla..
Það að kannabis sé ólöglegt segir ekkert um það að það sé meiri ofneysla, það er rétt. Ofneysla er líklega svipað mikil hvort sem efnið er löglegt eða ekki.
Svo ég mundi halda að það sé ekki mikið um það að handrukkarar séu að díla við hasshausa og þá sem notast eingöngu við kanabis hahah.
Enda sagði ég að það sem ég nefndi ætti meira við um önnur efni en kannabis.
–
Staðreyndin er sú að það kostar samfélagið gríðarháar fjárhæðir að halda vímuefnastríðinu áfram (lögregla, dómsmál, fangelsi).
Efnin sjálf eru einnig dýrari sem er verra fyrir neytandann og verra fyrir samfélagið vegna þess að það eykur innbrot.
Vímuefnastríðið veldur einnig ofbeldi (handrukkanir og t.d. það að refsa/ógna fólki fyrir að kjafta í yfirheyrslu) 33% þeirra fíkniefnaneytenda sem lögreglan hefur rætt við hafa verið beyttir ofbeldi í tengslum við svartan markað með fíkniefni (heimild: ársskýrsla lögreglunnar).
Efnin eru hættulegri á svörtum markaði þar sem það er ekkert gæðaeftirlit (t.d. illa unnin og blönduð efni) neysla efnanna er einnig hættulegri (t.d. er amfetamín snortað í stað þess að vera tekið í töfluformi) (á ekki við um gras)
Stærstur hluti harðra fíkniefna kemur frá stórum glæpasamtökum og hryðujuverkasamtökum:
Antonio Maria Costa, framkvæmdastjóri fíkniefna- og glæpadeildar Sameinuðu Þjóðanna sagði að eiturlyfjaágóði væri féþúfan sem skipulögð glæpastarfsemi nærðist á og notaði til fjármögnunnar á hryðjuverkum, til að breiða út starfsemi sína, til annarra ólöglegra athafna og til að styrkja stríð, ofbeldi, stjórnleysi og lögleysu. (
http://www.unodc.org/unodc/en/about-unodc/speeches/speech_2005-02-1.html%3C/i%3E)Það virðist ekki vera fylgni á milli þess hversu harðar refsingar eru og hversu mikil árleg neysla/ofneysla á efni er. Í löndum þar sem neysla kannabis er ekki refsiverð (hollandi) er árleg neysla þess ekki mjög mikil, t.d. minni en í USA og UK þar sem viðurlögin eru mjög hörð.
Flestir þeir sem verða stórneytendur harðra vímuefna eiga við félagsleg vandamál að stríða sem komu fyrir neysluna og er neyslan því afleiðing en ekki orsök. Til að minnka ofneyslu vímuefna er því sniðugra að lögleiða efnin og nota fjármagnið í verðugri verkefni, t.d. að reyna að vinna gegn einelti, fátækt og fleiru slíku.