http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fvisir.is%2Fvilja-ad-heimspeki-verdi-skyldufag-i-grunn–og-framhaldsskolum-%2Farticle%2F2010240912965&h=79098

Ég er með frekar einfalda spurningu handa tveimur hópum (sem ég set hér, en ekki á /heimspeki, því þar myndu að öllum líkindum hvítir hrafnar tilheyra fyrri hópnum).

Þið sem eruð í þeim hóp sem er á móti þessu, getið þið talið upp rök ykkar gegn því?

Þið, sem eruð í þeim hóp sem er með þessu, getið þið talið upp rök ykkar með því?

Ég tilheyri seinni hópnum (og hef ákveðið að skilja útundan hópinn sem hefur enga skoðun á þessu, en hvet þau þó til að færa rök fyrir því afhverju þau hafa enga skoðun á þessu) og ætla að byrja á að kópípeista eitthvað sem ég setti inní miðja umræðu á facebook, mótsvar gegn því og mótsvar mitt gegn því. Þið getið svo sagt ykkar skoðun á þessum rökum, gegn vægu gjaldi (þið þurfið að færa rök fyrir máli ykkar), og umræðan fer mögulega af stað.

“Þetta býður nú uppá aðeins fleiri tækifæri en t.d. danska til áhugaverðrar kennslutækni, burtséð frá skoðun fólks á tilgangi heimspeki.

En núna aðeins inná tilgang heimspeki. Hugsun. Hvar er betri staður en í heimspeki til að ”kenna hugsun“? Og þegar ég segi ”kenna hugsun“ á ég ekki við að kenna eina, ákveðna hugsun, heldur að kenna fólki að hugsa á margbrotinn og krítískan máta. Heimspeki þjálfar hugsun, hvort sem það er gagnrýnin hugsun, hugsanaferli, skoðanamyndun…og margt fleira. Ef við myndum t.d. læra ferlið á bakvið okkar eigin skoðanamyndun, myndum við kannski mynda okkur gagnrýnni skoðanir? Ég meina, allir hafa einhverjar fáránlegar skoðanir, við gerum okkur bara ekki grein fyrir því. Ef við rekumst á það gæti verið fínt að vera um leið tilbúinn að líta á sjálfan sig í gagnrýnu ljósi.

Og annað. Rökfræði. Hverju þurfa Íslendingar á að halda meira en rökfræði, annað en mögulega siðfræði?

Ein spurning til allra, í tengslum við textavegginn sem ég var að skrifa; afhverju er skoðun ykkar á heimspeki sú sem hún er?”

“Ég hef enga trú á því að 6-10 ára krakkar hafi andlega getu til að geta pælt í svona abstrakt hugmyndum eins og heimspekin felur í sér.”

“6-10 ára krakkar skilja heldur ekki cos og sin. Á yngri stigum myndi ég ímynda mér að kennslan væri einfaldari en t.a.m. heimspeki103.

For that matter þætti mér best að aðalkennslan byrjaði ekki fyrren á kynþroskaskeiðinu, en ef það er hægt að kenna litlum krökkum að plúsa einn og tvo ætti að vera hægt að finna eitthvað einfalt til að byrja með. Þeirra vandamál. Finnst sjálfum að það ætti að byrja að kenna þetta þegar krakkarnir byrja að mynda sér eigin skoðanir og fara að fitla með röksemdafærslur í hugsanagangi sínum.”


Þessa umræðu setti ég inn því ég nennti ekki að umorða mál mitt. Go wild!