Skoðaðu td /leikjatölvur. Var var einu sinni logandi stríð milli fanboya og líflegar umræður, nú hefur slíkt verið kæft niður og áhugamálið er varla með lifsmarki lengur. Svipað með blizzard eftir að öll neikvæð umræða um Wow og netfíkn voru bannaðar.
Trollin stoppa þig ekki í að eiga viðræður við aðra sem vilja ræða málin, það er ekki eins og þau geti gripið framm í fyrir þér.
Annað með grófar og særandi persónuárásir (td viðbjóður eins og þegar fólk sendir inn myndir af sjálfum sér og er rakkað í skítinn), allt í lagi að eyða slíku út enda flokkast slikt ekki beinlínis sem þursaháttur.
Ég er samt enginn þurs að verja mitt fólk, búinn að vera hérna í 10+ ár og held að ég hafi ekki svo mikið sem kallað annað fólk vitleysing á þeim tíma.
Bætt við 30. september 2010 - 13:20
Þursa svör geta meira að segja haft góð áhrif á umræður.
1. Umræða í gangi
2. Þurs birtist og segir einhverja vitleysu
3. Einhver svarar þursinum með rökum
4. Fjórði aðili er ósammála einhverju af rökum hins og svara honum.