Afsakið að ég skuli vera að blanda mér inn í umræðuna hér, en ég verð að vera sammála Crook.
Ég get ekki bent í neinar heimildir, en ég veit það af eigin reynslu að það er alls ekki að hjálpa að vera í slæmu formi í sambandi við astma.
Sjálfur er ég og hef alltaf verið í yfirþyngd. Aldrei hafði ég fundið fyrir astma-einkennum fyrr en ég hætti að hreyfa mig reglulega í 10. bekk. Smátt og smátt byrjaði astminn að bera á sér og varð verri og verri.
Síðan byrjaði ég að hreyfa mig meira, ég hjóla alltaf í skóla, hjóla eða labba allt sem ég þarf að fara, svo lengi sem það er innan bæjarmarkanna.
Eftir þessa auknu hreyfingu finn ég mikið minna fyrir astmanum, og líð allmennt betur. Samt sem áður er ég ennþá í mikilli yfirþyngd og hef í raunninni ekkert/mjög lítið lagt af, heldur hef ég bara bætt formið og heilsuna.
Ég efast um að þú eigir fáa vini af því að þú ert “feitur” (að vera 122 kg og 172cm er í rauninni ekkert svakalegt) því maður verður að vinna sér inn vini, þeir koma ekkert til þín: „yo, ég ætla að vera vinur þinn, heim til þín eftir tíma?"
Bara það að þú haldir að það að vera feitur sé að fá fólk til að forðast þig og líka illa við þig sýnir að þú ert ekki alveg að hugsa þetta rétt.
pdita
ég er samt alveg venjulegur inní mér
Ehhhhh, wat?
Ertu að gefa í skyn að þú haldir að sumir aðrir séu ekki venjulegir inni í sér og eiga þess vegna skilið að vera óvinsælir og að þetta snúist allt um að vera venjulegur?
Ég skal segja þér það, að ég hef lært af minni reynslu að fæst fólk hefur mikinn áhuga á einhverju “venjulegu”.
Þetta leiðir mann líka að hinni klassísku spurningu: “Hvað í andskotanum er það að vera venjulegur?”
Það er mikið betra að vera öðruvísi og skammast sín ekki fyrir það heldur en að vera eins og allir aðrir. Þetta er allt saman spurning um attitudeið gagnvart sjálfum sér (og öðrum, en aðallega sjálfum sér).
Það sem ég ráðlegg þér að gera er að hætta/minnka WoW-spilun, level-a socail skills og sjálfstraustið og byrja að stunda reglulega hreyfingu. Hreyfingin þarf ekki að vera mikil til þess að gera svakalegt gagn. Bara það labba/hjóla í skóla myndi gera wonders og að stunda líkamsrækt 2 í viku myndi örugglega bæta líðan þína. Til þess að bæta félagshæfileika og um leið sjálfstraust myndi það eitt að spjalla við random fólk í skólanum vera til bóta.
Mundu það að við mannfólkið erum félagsverur og annað fólk er partur af tilveru okkar. Við ættum aldrei að forðast annað fólk, heldur njóta þess að vera í kringum það. Burt með þessa neikvæðni í garð annarra og sláum lífinu upp í smá kæruleysi.