Ok, þið kannist örugglega lang flest við nýja sýndarveruleika heiminn “imvu” sem er auglýstur út um allt á netinu. Fyrir þá sem kannast ekki við þetta þá getiði séð það á www.imvu.com. Ég veit ekki með ykkur en ég bara verð, VERÐ, að tjá mig um þetta. :-)
Ég ætla að byrja á því að spurja hvort einhver hérna hefur prófað þetta? Ef svo er, hvernig er þetta? Alltaf þegar ég sé þetta auglýst með virkilega ansalegum slagorðum eins og “Create your look” og “Create your avatar”(wtf?) þá hugsa ég bara hvort að fólk falli í alvörunni fyrir þessu. Ég sé fyrir mér einmanna fólk sem “fær loksins séns” til þess að líka út eins og það vill með endalausa möguleika og whatnot, allt sem hægt er að gera í okkar alvöru tilveru.
Mér finnst þetta bara svo sorglegt en þetta er örugglega ekki eins alvarlegt og ég lýsti þessu, bara eftir að ég hætti að spila WoW þá vorkenni ég fólki sem er fast í einhverjum sýndarveruleika.