Ég er sjálfur með Nokia 5230 fyrir 3G net, iPod Touch 4G fyrir WiFi og leiki og auðvitað tónlist (notar hann í rauninni ekki nema þú sért með þráðlaust net, 3G símar virka þar sem að er 3G samband sem að er mismunandi eftir símfyrirtækum) og BlackBerryinn nota ég sem síma, nenni ekki alltaf að vera að dröslast með hinn líka, BlackBerry og iPhone eru flestir sjúklega dýrir fyrir síma, en þetta fer allt eftir því hvað þú vilt.
http://www.nova.is/content/barinn/3gtaeki.aspx?vara=5230 - Þessi er frekar vinsæll núna enda gerir hann mikið fyrir ekki mikinn pening (GPS, 3G o.fl.), er ekki of fyrirferðarmikill og kostar rétt yfir 30.000kr.
iPhone 4G gerir næstum því allt, er virkilega vel smíðaður og solid sími, fáránlega góð rafhlaða og fer vel í vasa, en kostar eftir því (150.000kr.+)
BlackBerry símarnir eru einnig mjög vel smíðaðir en eru aðallega hannaðir fyrir þá sem að þurfa að hafa greiðan aðgang að pósti og fleiru hvar sem er, og þarf að greiða sér fyrir BIS sem að er ótakmarkaður póstur og eitthvað net með því. Þeir eru hinsvegar frekar fyrirferðarmiklir og kosta frá 55.000kr. og allt upp í 110.000kr. og svo kostar BIS hjá Vodafone (Einræði) 3000 á mánuði að mig minnir.
Ef þú ert að leita að basic 3G netsíma sem að kemst á netið eiginlega hvar sem er á landinu en vilt ekki eyða miklum pening þá getur þú fengið þér t.d. Nokia 5230 eða LG GT540.
Ef þú átt nóg af peningum myndi ég fá mér iPhone.
Ef að þú vilt hafa aðgang að tölvupósti og mjög gott lyklaborð, og ert með nóg pláss í vasanum og sérð ekki eftir pening í það myndi ég fá mér BlackBerry…
Persónulega, fáðu þér iPhone ef að þú hefur efni á honum því að hann er án efa mjög góður sem sími, jafnvel leikjatölva og fleira, en annars haltu þig bara við “venjulegri” síma..
Já sæll…..