En samkynhnegðir hafa barist fyrir að kirkjan gæfi þá saman og blessaði, og Jóhanna fyrr búin að ganga upp kirkju gólfið, þá ætlar hún bara að segja sig úr kirkjunni. Ekki er trúin og tryggðin mikil. Ekki segji ég mig úr stjórnmálaflokk ef einhverjir nokkrir einstaklinga skíta upp á bak. Ekki dæmi ég allan flokkinn.
Þetta er ekki bara vegna “nokkurra einstaklinga sem skitu upp á bak”, þetta er vegna þess hvernig kirkjan í heild sinni höndlaði málin. Ef að þú getur ekki treyst því hvernig stofnun eða samtök, t.d. trúfélag eða stjórnmálaflokkur, er rekinn þá er fullkomlega eðlilegt að segja sig úr þeirri stofnun jafnvel þó þú sért sammála yfirlýstri stefnu samtakanna/stofnunarinnar/félagsins.
Ef Jóhanna vildi vera liðsmaður Jesús ætti hún þá að drullast til að sanna að hún ætti skilið að vera valin í liðið, og væla ekki á hliðarlínunni stanslaust þegar eitthvað bjátar á í framlínunni. Hún vill bara vera sett á sölulista strax. Ég væri fljótur að selja svona vandræða pésa í mínu liði, enda eru þeir til vandræða sama hvaða liði þeir spila fyrir, þó það sé í utandeildinni.
Ef hún vill vera “liðsmaður Jesús”, þá er ekki þar með sagt að hún þurfi að vera í Íslensku Þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan er sjálfskipaður sem aðili sem er í svari fyrir Guð/Jesús/kristna trú. Hvergi hefur Guð sagt að Þjóðkirkjan hafi einkarétt á að vera kristið trúfélag, eða sé opinbert(f.h. Guðs, ekki ríkisins) trúfélag Guðs. Hvergi stendur í biblíunni sem kristin trú er byggð á að Íslenska Þjóðkirkjan sé opinbert(f.h. Guðs, ekki ríkisins) trúfélag kristinna á Íslandi. Þú getur verið sömu trúar og fólk sem er partur af ákveðinni stofnun án þess að þurfa að tilheyra og treysta þessari stofnun.
Ég skil hinsvegar ekki hvaða liðatal þetta er
Svo er allt vitlaust ef Færeyingur vill ekki hitta Jóhönnu vegna lífsskoðanna hans. Hvað á bara að virða skoðanir Jóhönnu en ekki hins? Hvaða rugl er þetta, svo er greyið Færeyingurinn núna fórnarlamb eineltis. Núna er það bara ekki móðins að vera á móti fyrirfram gefnum skoðunum almennings, það er bannað.
En Jóhanna vildi alveg snæða með honum þrátt fyrir skoðanir hans. Hann sýndi lífsskoðunum hennar miklu minna vanvirðingu en hún nokkurntímann hans. Auk þess sem lífsskoðanir hans fela í sér gífurlega frelsissviptingu fólks vegna kynferðis þeirra, og er ekki falleg heldur hatrömm skoðun.
Annars er ég sammála þér í því að það er alls ekki gott fyrir áframhaldandi þroskun og þróun mannkynsins að leggja fólk í einelti fyrir skoðanir sem eru ekki skoðanir meirihlutans. Það mun gera fólki erfiðara fyrir að koma “út úr skápnum” með skoðanir eða ræða þær á vettvangi opinberra umræðna.
–
Annars þoli ég ekki fílupúkann(eða pokann) hana Jóhönnu Sigurðardóttur heldur, en mér fannst þessi gagnrýni þín samt vera heimskuleg.