Ég spyr af því ég hef ekki hugmynd. Ég veit í rauninni ekkert hvað tilfinningar eru. Eru þær yfirhöfuð til?
Mér finnst ég aldrei vera glöð eða döpur. Jú, ég brosi, hlæ og græt, það er ekki málið, en ég FINN aldrei neitt sérstakt. Mér FINNST ég aldrei vera glöð eða döpur. Á manni yfirhöfuð að finnast það?
Ég var bara að velta þessu fyrir mér, af því að ég finn aldrei til, sálarlega/huglægt, whatever you name it. Það er aldrei nein ástæða fyrir því að ég brosi eða hlæ eða græt, svo ég viti til.
Á það að vera þannig? Finnið þið eitthvað svona? Vitiði ástæðuna fyrir því að þið grátið, hlæið, brosið?
Mig langaði bara að setja þetta eitthvert. Segja þetta. Veit ekki hvort Hugi er staðurinn, en kannski betri en enginn …
—
H. María Líndal
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.