Jú ég myndi “gera slíkt hið sama” enda finn ég til samúðar með Sneros, en á móti hef ég sinnt því virka starfi að dreifa öllum þráðum sem koma hingað inn á rétt áhugamál. Það hef ég ekki gert fyrir mitt eigið áhugamál heldur fyrir önnur áhugamál sem ég sé ekki um - til að virkja þau.
Ég hef engra hagsmuna í þessu að gæta enda nota ég spjallborðið hér ekki. Ég einfaldlega stýri því - og þá í þá átt sem mér þykir rökréttast.
Þá get ég komið inn á þá reglu sem ég hef stíft fylgt eftir í rúmt ár núna (enda var ekkert gaman að skoða /tilveran þá þegar allir þræðirnir voru um eitthvað sem takmarkaður hópur hafði áhuga á). Hún er í tilkynningu sem ég sendi inn fyrir um það bil ári þegar þetta vesen stóð á sem hæst:
http://www.hugi.is/tilveran/announcements.php?page=view&contentId=672918620 dögum eftir að ég sendi inn umrædda tilkynningu/nýju reglu spurði ég notendur aftur hvort þau væru fylgjandi þessari reglu, hvað þeim þótti:
http://www.hugi.is/tilveran/announcements.php?page=view&contentId=6763365Ég fékk engin svör, hvorki jákvæð né neikvæð í það skiptið ólíkt öllum jákvæðu tilmælum sem ég fékk þegar þessi regla kom á, svo ég hef haldið þessu áfram þar til ég fæ einhver mótmæli.
En að þínu svari er það mjög rétt hjá þér að ég er ekki góð fyrirmynd sem stjórnandi að því leiti á hvaða hátt ég svaraði Sneros. Ég er dónalegur og með leiðinlegan tón - örugglega út af því að ég er orðinn viðkvæmur fyrir svarinu “en það áhugamál er dautt!” og hef staðið í því að þvinga notendur í að framfylgja þessari reglu eða/og láta þá vita að hún sé til yfir höfuð.
Taktu hinsvegar eftir því í tilkynningunni minni fyrir rúmu ári síðan að ég set inn þá klausu að “neyðartilvik eigi samt rétt á sér strax”. Þetta er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni, í hvert skipti sem einhver þarf eitthvað strax og er að nota öll tiltæk ráð hef ég engan áhuga á því að vera að standa í vegi fyrir því enda ætti þráðurinn eða fyrirspurnin (vonandi) ekki að trufla nokkurn.
Ég stend enn á bakvið svarið mitt, og ef rithátturinn minn virðist of dónalegur þá… ja, þá bara það.