![](/hstatic/images/avatars/hugi_haus_grar_b_140x140.png)
aprílgöbb
hefðin við aprílgöbb er að þú ert gabbaður til að fara yfir sem flesta þröskulda, og er þetta aprílgabb ennþá notað í dag ( ég var gabbaður 3svar ). en lengi hafa miðlar líkt og morgunblaðið, dv, stöð 2, rúv o hugi.is beitt öðruvísi aprílgöbbum, eins og: tölvur taka við leikurum, slayer á leiðinni til íslands, frír bjór, frítt í bíó, forsetinn horfinn o.s.frv. margir hafa orðið “særðir” yfir þessu, segja að þetta séu ekki alvöru aprílgöbb. en hvað er að þessari hugmyndaríki. mér finnst t.d. alltaf jafngaman að leita uppi aprílgöbb í mogganum og öðrum miðlum. þannig að wbdaz, octavo og fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu, ekki vera sárir yfir þessu þetta er allt til gamans gert og ábyggilega ekki til að særa neinn