Ef maður miðar við klukkuna sem hefur verið ákveðin fyrir þetta tiltekna svæði sem við búum á, þá já, hádegi er kl. 12. Gallinn er reyndar sá að það er í raun bara kolvitlaust, ef maður skilgreinir orðið há-degi þá hlýtur það að lýsa því ástandi þegar dagurinn stendur sem hæst, eða m.ö.o. þegar sólin er hæst á lofti. Yfirleitt gerist það á Íslandi um hálf 2 leytið og má rekja ástæður þess annars vegar til þess að við erum tæknilega séð í röngu tímabelti og hins vegar til þess að Ísland (af einhverjum óútskýranlegum ástæðum) fetar ekki í fótspor annarra þjóða og tekur upp Daylight Savings Time (DST).
http://en.wikipedia.org/wiki/Daylight_saving_time