Sko, ég hef sjálfur spilað WoW í 4-5 ár.
Þekki alveg fullt af fólki sem eru ekki nördar sem spila það, heldur bara svona venjulegir gaurar.
Skil bara ekki hvað fólk hefur eitthvað sérstaklega móti WoW, persónulega þá þoldi ég þennan leik ekki áður en ég byrjaði, en æsku vinur minn var alltaf í þessu þannig að ég prufaði hjá honum og fékk smátt og smátt áhuga, svo hætti hann og ég hélt áfram, maður er svosem ekkert addicted og ég spila svakalega lítið þessa dagana, sérstaklega um sumar.
Held að fólk fái bara ranga mynd af þessu þar sem þú sérð fólk oftast drepa einsog þeir segja svín(boar) og svo halda þau að sé sé allur leikurinn, en það er bara umþ 0.5% af leiknum. Þetta er mjög góð tímasóun ef þér leiðist og hvet fólk bara til að prófa, eða alla veganna ekki “flamea” fólkið sem spilar þennan leik, því í flestum tilvikum þá er þetta venjulegt fólk, ekki feitir sveittir nördar sem nenna varla að baða sig. Það eru 11 milljónir fólks sem spila þennan leik og það eru kannski svona 15-20% af fólki sem er þannig, og eru þeir flestir frá Bandaríkjunum.