Það er svo augljóst hvert rokk stefnir miðað við raftónlist að ég ætla ekki einusinni að svara þessu.
Já hún er sko framtiðin :D
Þegar fyrstu rafrænu verkin komu fram um 1910 þá börðu höfundarnir sér á brjóst og lýstu því yfir að öll tónlist framtíðarinnar yrði flutt af vélum.
Á öðrum, þriðja, fjórða og fimmta áratugnum náði raftónlist sæmilegum vinsældum meðal tónlistarspekúlanta sem lýstu því yfir að raftónlist væri framtíðinn.
Upprisa rokksins kaffærði raftónlistinni og áhuganum á henni en rokktónlistarmennirnir sjálfir fóru að tilraunast með raftónlist því það var jú framtíðinn.
Við upphaf sjöunda áratugarins var grunnurinn lagður af teknó, ambient, trip hop, industrial ofl og þá var talað um tónlist framtíðarinnar.
Á níunda áratugnum var rafgeirin í fullum blóma og allir frá smástyrnum til risaeðlna notuðust við raftónlist. Það var framtíðin.
Hoppum svo fram 20 ár og
ennþá tala raftónlistar áhugamenn um raftónlist sem tónlist framtíðarinnar. Eftir 100 ára afmæli raftónlistar þá heyrir þú örsjaldan alvöru raftónlist (þessa sem þú hlustar á spilaða í útvarpi nema í sérstökum sérþáttum ætluðum raftónlist og raftónlist (þessi sem þú ert að tala um) er þekkt og vinsæl innan mjög þröngs hóps, svipað og þeir sem dýrka blús eða reggie.
Hvenær spáir þú þessari framtíð þegar öll tónlist verður meira og minna raftónlist en rokk verður meira og minna gleymt? Ég spái aldrei.
Raftónlist er fortíðin, nútiðin og framtíðin. Hún mun hvorki deyja út né taka yfir.
Rokk er ennþá í fullri þróun, þú veist örugglega ekki neitt um það samt;) svo hún deyr ekki neitt.