Hæ. Mig langar að koma því á framfæri að ég þoli ekki nýju stelpuna í vinnunni minni. Þetta er mögulega ömurlegasta fyrirbæri sem ég hef komist í tæri við á ævinni. Hún er ömurlegur starfskraftur, vinnur óóóógeðslega hægt og illa, svo hægt að maður horfir á hana og hugsar að eina ástæðan fyrir að ég er ekki búin að kyrkja hana með gaddavír er sú að það er ólöglegt. Srsly, hún vinnur eins og gömul, örkumla kona með Parkison's. Í dái. Að horfa á hana vinna er eins og að horfa á einhvern geðveikt pirrandi gera eitthvað geðveikt pirrandi í slow motion. Svo spyr hún endalaust einhverra virkilega augljósra spurninga, á borð við Á þetta að vera þarna? og Fer þetta svo þangað? JDKJHDFKHAFK JÁ. Ímyndið ykkur þetta sinnum tólfhundruð. Það er samt verst þegar maður biður hana að gera eitthvað og hún gerir það, verk sem á að taka 40 sekúndur en tekur hana fimm mínútur, og hún spyr svo Var það eitthvað fleira? NEI ÉG MYNDI TAKA ÞAÐ FRAM EF SVO VÆRI ÞEGIÐU. Djííííís, það á ekki fram af mér að ganga.
Og hún talar. Og talar. Og talaaaaaar. Ef maður leyfir sér að segja eitt óvinnutengt orð við hana byrjar hún að babbla og babbla og hættir ekki fyrr en vakstjórinn sendir hana eða þann sem hún er að tala við heim. Hún er líka alltaf að tala um eitthvað virkilega persónulegt, tengt kærastanum hennar, kynlífi hennar, krakkanum hennar (bara krakkinn er nóg til að líka ekki við hana, ffuu) og líkamlegu ástandi hennar. Í fyrsta lagi er mér alveg sama. Í öðru lagi talar maður um veðrið og skólann við fólk sem maður þekkir ekkert. Svo er eins og hún skilji ekki að mér er nnnáááákvvvvææææmlllleeeegaaaaa sama.
Hún: [Babblar út í eitt]
Ég: Já.
Hún: [Heldur áfram].
Ég: Mm.
Hún: [Heldur einn meira áfram]
Ég: *þögn*
Hún: [Heldur áfram].
Ég: http://t2.gstatic.com/images?q=tbn:3C3S44DQEvid5M:http://www.uploderx.net/dphrag/fffffuuuu870.jpg&t=1
x 17897868686.
Svo er fullt fleira sem ég nenni ekki að hugsa um núna. En fyrst að ég er á annað borð að skrifa nöldurþráð þá fer einnig í taugarnar á mér hvað allir ættingjar mínir eru að missa sig endalaust yfir krakka frænku minnar á facebook og ‘hvað hún sé sææææææt’. Hún er ekki sæt. Hún er alveg eins og Betty White. Alltaf þegar ég les krúttboltakomment við myndirnar af krakkanum er ég bara ‘It looks 80. But it’s two. Actually, it's one and a half.' En fyrir utan það er hún svo sem a-okay.