Fyrstu og elstu risaeðlurnar voru raunar engir risar, en fljótlega fór þó að bera á stækkandi líkamsformum.
Bent hefur verið á ýmislegt sem gæti skýrt risavöxt þessara dýra. Það er ljóst að hann kemur fyrst fram hjá jurtaætunum, en síðan fylgja rándýrin í kjölfarið.
BjarniFranco
enda sanna jarðlögin með að risaeðlurnar voru skapaðar en þróuðust ALDREI af helmingi minni eða litlum risaeðlum.
Já alhæfðu soldið, menn þróðust aldrei út frá fornum öpum enda erum við ekki með mjög hrukkaða húð og styðjum okkur við hendurnar þegar við göngum.
Jarðlögin sanna ekki eitt eða neitt, og bera síbreytilegir og misgamlir steingervingar og jarðlög til þróunar.
Þá hefur verið bent á að risavöxtur geri dýrin óárennilegri og ógurlegri og auðveldi þeim baráttuna við önnur dýr um lífssvæði og æti
Survival of the fittest.
Hryggdýr héldu áfram að þróast og komu fram nýjar tegundir. Froskdýr, hákarlar og beinfiskar blómstruðu og fyrstu skriðdýrin, sem síðar áttu eftir að þróast meðal annars í risaeðlur miðlífsaldarinnar, komu fram.
BjarniFranco
Það eru til engir steingervingar sem sína að risaeðlurnar þróuðust út frá minni eðlum, enda vita þróunarsinnar ekki með þann RISA vöxt eðlanna.
Neinei, auðvitað ekki. Ef að við gefum okkur það getum við allt eins litið á þróun manna og með hliðsjón af rökhugsun getum við gert okkur grein fyrir að þróun er líklegust.
Dæmi um hvernig þróun er líklegri en sköpun?
Ok.
Homo sapiens er núverandi form manna. Beinir í baki, fimar hendur og stórt heilabú.
Steingervingar fara aftur nokkur hundruð milljón í tíman, og engin homo sapien steingervingar þar. Elstu homo sapiens leifar eru 2milljón ára. Eftir það er tegund sem líkist mönnum allmjög, en er þó ekki alveg eins.
Förum aftar og leitum að einhverju sem líkist þessum… kromagnon manni skulum við kalla.
Á nokkurn vegin sama tíma og við finnum kromagnon finnum við neanderdalsmanninn. Báðir mjög líkir manninum, en ekki eins.
Leitum nú að einhverju sem líkist þeim. Nokkrum milljónum ára aftar finnum leifar sem líkjast kromagnon eru homo erectus. Líkir, en ekki eins. Enn þá höfum við ekki fundið neitt sem er alveg eins og menn.
Aftar förum við og finnum leifar sem líkjast homo erectus, köllum þá tegund homo africanus. Líkt og áður (já, sumir taka eftir mynstri hérna) er hann líkur homo erectus… en hvað? Hann er nú alltof asskoti ófríður, loðinn, heilalítill krypplingur til þess að vera maður. Hvað getum við dæmt af þessu?
Jú, svo virðist sem ein tegund hafi í grárri fortíð tekið upp á því að líkjast homo sapiens smátt og smátt í gegnum milljónir ára. Nokkrar hliðartegundir deyja út en á endanum erum við komin með homo sapiens. Ómögulegt að slíkt hafi hent risaeðlurnar?
Og varðandi risavöxtinn einnig, þá bendi ég á nokkrar tilvitnanir sem ég tók úr þessum elskulegu greinum þínum.