Ég hef svosem ekkert á móti honum, þar sem það er allt í lagi að glápa á þetta stundum þegar þetta er á discovery, en jú, hann er að þykjast.
Mér er sama með crewið og allt það, það er svosem alveg skiljanlegt, og það er alveg hægt að viðurkenna að sumar upplýsingar sem hann deilir með okkur eru sniðugar, en hann er samt sem áður ekkert annað en lygari. Sjáðu videoið sem var linkað hérna fyrir neðan. Ef það að láta eins og hann sé einhverstaðar úti á víðavangi langt frá öllum mannsbyggðum veit ég ekki hvað það er.
Þessi maður var víst í einhverskonar special forces í bretlandi, og nú situr hann og naglalakkar á sér tærnar á milli sena þar sem hann lætur eins og hann sé týndur í stórhættulegri náttúru, og á meðan er einhver lúðalegur kanadamaður sem gerir þetta allt sjálfur, og þar eru hlutir innifalnir eins og að labba upp á fjall til þess að setja kameruna niður til þess að fá gott skot á hann labbandi út í fjarska, og ná svo í hana aftur.
Það er frekar erfitt að virða það..