Til að byrja með, þá er ég ósammála Björgvin. Stranger Danger er bull, og flestar nauðganir eru af hendi aðila sem er treyst, og minnihluti skeða í raun á klúbbum eða einhverju því tengdu.
Að því sögðu, að þá er algjört kjaftæði að Björgvin skuli vera að skella ábyrgðinni alfarið á stelpu sem var nauðgað útaf klæðaburði eða meðvitund. Það lækkar ekki alvarleika málsins, og tvímælalaust afsakar ekki þetta hroðalega afbrot sem skilur eftir sig ör í sálu fórnarlambs.
Annars vegar er ég sammála Björgvin að það sé góð, mjög góð forvörn fyrir hvaða látum sem er að drekka sig ekki fullan og vitlausan. Sama hvort það sé af hendi aðila sem fólk treystir eða úti á götu.
Það er vissulega á ábyrgð einstaklingsins sjálfs í hvaða ástandi hann er í og við hvaða aðstæður, og sannarlega er hans að gera sér grein fyrir því að í margmenni munu vera sumir sem að notfæra sér aðra. Það verður ekki hjá því flúið, sama hversu mikið okkur finnst að þetta ætti að vera sjálfsagður hlutur að klæða sig og daðra hér og þar við hinn og þennan, sem mér persónulega gæti ekki verið meira sama um. Og örugglega gerist ekkert af því við 99% atvika. Björgvin hinsvegar talar ekki til þessara 99% atvika, hann talar til þessara einar prósentu, af því að hún er honum viðkomandi.
Mér finnst satt að segja þessi ofsókn á Björgvin vera merki um einhverskonar athyglisþörf, þar sem verið er að reyna að stimpla einhvern óvin gagnvart einhverjum hetjulegum málstað. Svona smá vott í það minnsta.
Ef að ég segi að stelpur sem drekka sig öfurölvi eða jafnvel dauðar séu mun léttari skotmörk fyrir einhverja perra þarna úti sem ráfa um og sniffa upp tækifæri til að nauðga, þá er enginn málstuðningur hjá þér að benda á að börn og þroskaheftir séu líka auðveldari að nauðga og þannig fullyrða að áfengi komi málinu ekkert við, er það?
Ég skal vera sammála þér að hann hafi talað eins og bjáni og sé ekki fullhæfur í starfið. Hann sjálfur gerir sér líka einhverja grein fyrir því.
Annars er ég bara að bulla og hef mína eigin skoðun á því sem hann sagði.