Víst, með því að styðja þessa tillögu ertu víst að styðja það að fólk sé neytt til þess að afhenda þessar upplýsingar. Eins og ég sagði þá sé ég ekkert að því að ef þú vilt hafa skotheld skilríki þá uppfærir þú myndina þína reglulega og setjir fingrafar á kortið þitt… bara ekki láta ríkið neyða alla til þess.
Að sjálfsögðu er fólk ekki glæpamenn fyrir hverrar trúar, kynferði né starfs-stétt sem það tilheyrir sér.
Við þurfum ekki að líta langt í heiminum í dag, né í sögu mannkyns, til þess að sjá að það er bara alls ekki svo sjálfsagt. Þín persónulega skoðun á glæpamönnum endurspeglar ekki lög ríkja. Ekki halda að ríkið hegði sér alltaf skynsamlega og taki ákvarðanir eins og þú reiknar með að það geri, það er stórhættulegur hugsunarháttur.
Því miður er heimurinn okkar ekki fullkominn, spiltar eða öfgafullar ríkistjórnir og fulltrúar koma fram.
Það er reglan frekar en undantekningin. Við búum í einu jafnasta og frjálsasta samfélagi í heimi og samt sjáum við greinilega spillingu innan okkar stjórnvalda.
En ég sagði aldrei að fólk ætti ekki að þurfa að sýna fram á hver það er undir ákveðnum kringumstæðum. Ég sé bara ekki afsökun fyrir því að ríkið neyði fólk til þess að afhenda þær upplýsingar, sem er það sem umræðan snýst í þessum þræði.
Það að við búum ekki í fullkomnum heimi þýðir ekki að við eigum bara að sætta okkur við ástandið þegjandi og hljóðalaust og gagnrýna ekki ákvarðanir sem eru teknar af stjórnvöldum.
En því miður þá eru fíkniefna-smygglarar, flóttamenn réttvísinar sem hafa framið morð og aðra glæpi og margt annað fólk sem þörf er að fylgjast með.
Og í gegnum tíðina hefur þetta verið notað sem afsökun til þess að fylgjast með saklausu fólki. Hvað síðan þegar handbolti verður gerður ólöglegur vegna þess hversu hættulegur hann er, muntu þá einnig réttlæta þetta þegar íþróttaunnendur reyna að smygla kassa af handboltum til landsins?
Eða þegar menn reyna að smygla lyfjum og matvælum til Gaza?
En ef ákveðið ríki vill fylgjast með hverjir eru að koma í landið þá hefur það þann rétt að banna þér inngöngu viljir þú ekki sýna fram á hver þú ert.
Það finnst mér alls ekki sjálfsagt og mér finnst fáránlegt þegar fólk ákveður að viðurkenna þennan ‘rétt’ gagnrýnislaust.