Hvaða menningu heldur málið uppi?
Við sem íslendingar höfum ekki mikla sögu á bakvið okkur, sem slíka. Við erum ekki miklir uppfinningamenn, stríðshöfðingjar, byggingarlistamenn né annað sem aðrar þjóðir státa sig af. En við höfum bókmenntirnar. Snorra-Edda, Völuspá, Grágás, Landnáma, Njála, Brennu-Njálssaga, Egilssaga og svo mætti lengi telja. Við eigum ógrynni handrita sem hafa varðveist aftur í aldir.
Íslenska er það tungumál sem einna minnst hefur breyst í gegnum aldirnar. Það mætti eflaust að hluta þakka fyrstu málfræðiritgerðinni (
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5145), ásamt einmitt varðveislu handrita og vissulega einangrun landsins. En það gefur okkur þann möguleika, fram yfir hinar þjóðirnar, að geta lesið úr gömlum handritum. Þar á meðal sögu hinna norrænnu þjóða. Ekki gera lítið úr þeim hæfileika.
Með öðrum orðum; menningarlegur arfur íslendinga er fyrst og fremst falinn í bókmenntum. Án tungumálsins myndi sá arfur hverfa. Ég held að við værum ansi snauð ef við hefðum ekki tungumálið. Hvað hefðum við þá?