Já, skil þig. Það hlýtur að vera erfitt.
Það eru til allskonar ráð við þessari feimni, allt frá dale-carnegie námskeiðunum sem kosta nokkur hundruð þúsund til einhverra æfinga sem þú getur örugglega fundið á netinu með smá gúgli. Ég held að þú þurfir bara að finna virkilega sterkt innra með sjálfum þér að þú viljir taka á þessu og vinna þig útúr þessu, það er þá sem maður hefur styrkinn til að gera eitthvað.
Önnur góð leið væri að fara að æfa einhverja íþrótt, ég myndi t.d. mæla með júdó. Veit ekki uppá hversu marga fiska félagskapurinn þar er svosem, en íþróttin sjálf er mjög góð og gerir þig talsvert öruggari með þig. Og bara það að hreyfa sig reglulega er ein besta lækningin við þunglyndi.