“None are more hopelessly enslaved than those who falsely belive they are free.”
- Johann Wolfgang von Goethe, 1749-1832
20% jarðarbúa nýta 80% af auðlindum plánetunnar.
Ríki heims eyða 10 sinnum meiri peningum í vopn en í aðstoð við þróunarlönd.
Daglega deyja 5000 manns vegna meingaðs drykkjarvatns.
1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni.
Daglega deyja 43.000 börn vegna fyrirbyggjandi sjúkdóma, óhreins drykkjarvatns og stríðsátaka.
Meira en helmingur jarðarbúa lifa á 2 dollurum á dag.
Hungur vofir yfir næstum 1 milljarði manna.
Einn af hverjum fjórum jarðarbúa, 1,5 milljarður manns, meira en öll Evrópa til samans, vinnur með handafli. Einn lítri af olíu vinnur sama verk og 100 bændur með handafli.
Það eru aðeins 3 milljónir bænda eftir í Bandaríkjunum, því stórtækar vinnuvélar hafa leyst af hendi mannlegt vinnuafl, en aðeins 20% af kornafurðum fer í manneldi. Bændurnir framleiða korn sem gæti fætt 2 milljarða manns.
Á aðeins 60 árum hefur mannfólkið þrefaldast, og á seinustu 50 árum hafa verið þær róttækustu í sögu mannkyns. Aldrei hefur verið gengið jafn hratt á auðlyndir jarðarinnar og vofir yfir stórslys.
Meira en helmingur þess korns sem verslað er með í heiminum, fer í dýrafóður og lífbrenni, biofuel.
40% ræktanlegs lands hefur spillst.
Árlega hverfa 13 milljónir hektara af skógi, eða því sem nemur meira en einu og hálfu Íslandi að stærð.
Á hverri viku rísa tvö kola rafmagnsver í Kína sem spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið.
Los Angeles er sjötta stærsta hagkerfi heimsins, New York er í sextánda. Bandaríkin er stærsta neytindasamfélag heimsins.
Stærsti regnskógur heimsins, Amazon, hefur minnkað meira en 20%. Skógurinn víkur fyrir nautgripa og soyjabaunabúum. 95% saoyjabaunanna fara í nautgripa og alifuglafóður í Evrópu og Asíu. Þannig er skógi breitt í kjöt.
Fjórða stærsta eyja heimsins, Borneo, er nánast búin að ganga á allt skóglendi sitt, til að framleiða palmaolíu sem er notuð í snyrtivörur, hreinsiefni og brennsluvélar.
Eyðing skóga er helsta ástæða Global-Warming.
Á Haítí er aðeins 2% skóglendis eftir og hefur auðugur jarðvegurinn skolast á haf út svo aðeins er eftir skrælnuð jörð. Stórfyrirtæki og fáir gráðugir auðjöfar arðrændu íbúanna og er Haítí eitt fátækasta land í heiminum.
Einræktun skóga hefur orsakað eyðingu þúsundir dýrategunda.
Fjórða hvert spendýr, áttundi hver fugl og þriðja hvert froskdýr er í útrýmingarhættu.
T
egundir deyja út þúsund sinnum hraðar en eðlilegt væri.
Með óbreittum veiðum verða höfin fisklaus árið 2050.
Við lok þessarar aldar og með óbreittri vinnslu málma úr jörðinni, mun mannkynið verða búið að fullnýta allar námur jarðarinnar. Aðeins 20% mannkyns notar 80% allra málma.
Nígería er stærsti olíu útflytjandi Afríku, samt er meira en 70% þjóðarinnar undir fátækrarmörkum.
Undanfarin 15 ár hafa verið þau heitustu síðan mælingar hófust.
Íshettan á norðurpólnum hefur þynnst um 40% á 40 árum.
Norðurpóllinn hefur hopað og eru nú opnar skipaleiðir sem aldrei hafa verið opnar fyrr.
Grænlandsjökull er byrjaður að bráðna hratt, svo hratt að íhaldssömustu vísindamenn þorðu ekki að spá um slíkt fyrir 10 árum. Stöðuvötn eru byrjuð að myndast ofan á jöklinum sem bora hann í sundur og stórir borgarísjakar brotna frá honum. Grænlandsjökull hefur að geyma 20% alls drykkjarvatns heimsins, og mun sjávarmál hækka um 7 metra bráðni jökullinn.
Snæfellsjökull hefur aldrei verið minni og stefnir hratt í að hverfa.
Árið 2050 verða a.m.k. 250 milljónir manna á flótta undan loftslaginu.
Helmingur fátækra í heiminum býr meðal ríkra auðlindaþjóða.
Í Dubai, einu sólríkasta landi heims, eru engar sólarrafhlöður til að framleiða rafmagn fyrir almenning.
Á einni klukkustund framleiðir sólin sömu orku og allt mannkynið notar á einu ári.
Í Banglades stofnaði einn maður banka, sem lánar aðeins fátækum, og hefur hann hjálpað meira en 150 milljón manns á 30 árum.
Við strendur, á hafinu eru risavaxnar vindmillur sem sjá Dönum fyrir 20% raforkunotkun þeirra. Í Danmörku eru kolaknúin orkuver sem láta alla menguninna ofan í jarðveginn.
Á Íslandi eru orkuver sem eru knúin jarðvarmaorku.
Í Freiburg, Þýskalandi, er heilt samfélag manna sem notar aðeins sólarrafhlöður fyrir heimilin sín.
Það eru til tæki sem beisla öldur hafsins til að framleiða rafmagn.
Á hálfri öld hefur bilið milli fátækra og ríkra, orðið breiðara en nokkrum tímann fyrr. Nú er helmingur allra auðæfa heimsins meðal 2% ríkustu auðmanna jarðarbúa.
Fyrrum bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjana, Federal Reserve (sem er í einkaeigu), Alan Greenspan, hefur opinberlega viðurkennt að Íraksstríðið, 2003, var eingöngu háð vegna olíu. Meira en 800.000 manns, konur og börn, hafa dáið í Afganistan og Írak.
Við getum spornað gegn auðjöfrunum sem stjórna öllu með því að hætta viðskiptum við fyrirtæki eins og, ESSO aka (Exxon, Chevron), Dupont, Shell, Ford Motors, General Motors, Mercedes Bens, Opel, IBM, Siemens, ITT, Nike, Time Warner, Sony, Ísland á alls ekki fá lánað frá IMF Internatinoal Monetary Found eða World Bank, en þessi fyrirtæki fjármögnuðu og komu td. Adolf Hitler til valda.
Skoðið hvaða fyrirtæki styrkja frambjóðendur báða flokkana, til forsetaframboðs Bandaríkjaforseta. Báðir frambjóðendurnir eru styrktir af sömu fyrirtækjum, og má spyrja eftir á, hverja hagsmunum þjónar forsetin í raun. Ekki halda að spillingin hafi ekki náð til Íslands. ALCOA er nýjasta dæmið. Horfið á fræðslumyndinna Draumalandið!
Vissuð þið að Exxon (Esso), Wal-Mart, Daimler Chrysler og Ford Motors eru fjárhagslega sterkari en Danmörk, Noregur, Finland og Sádi Arabía. Þetta er byggt á tölum Annual GNP (Gross National Product).
Eitt er ljóst, eitthvað mikið er að í dag!