Á suðausturlandi er Jökulsárlón og svo er hægt að finna jökul sem er hægt að keyra upp að til að skoða. Þetta seinna er flókið að því leyti að það er erfitt að fylgjast með hvaða jöklar eru í boði því þeir hopa og skríða fram svo hratt :) Hef heyrt að Fláajökull sé í lagi núna …
Mæli líka sérstaklega með einu: Ekki langt frá Höfn er bær sem heitir Brunnhóll (eða Árbær, þeir eru nokkurnveginn á sama stað, sami afleggjari) þar sem það er hægt að kaupa ís sem er framleiddur á staðnum. Það eru allskonar öðruvísi bragðtegundir sem er hvergi annarsstaðar hægt að fá. Síðan er hægt að fara á Höfn og annað hvort borða humar einhversstaðar, fara í pínulitla lúgusjoppu sem heitir Kokkurinn og selur hágæða hamborgara eða fara á Hótel Höfn og borða súkkulaðipizzu.
Á austurlandi geturðu skoðað Hallormsstaðarskóg. Svo geturðu skoðað alla firðina, það er sérstaklega flott á Seyðisfirði sem var fyrsti og þá stærsti kaupstaður á landinu, held ég. Allavega tæknivæddasti þar sem þau voru fyrst til að fá símasamband við önnur lönd :)
Fyrir norðan er ótrúlega gaman að skoða allskonar hluti kringum Mývatn. T.d. hægt að fara í svipað og Bláa lónið nema bara minna af túristum. Gaman að labba allskonar gönguleiðir og skoða alla staðina sem eru tengdir eldvirkninni á svæðinu.
Lengra á hringveginum þekki ég ekki nógu vel til að vita sérstaka staði :P Nema suðurland, geri ráð fyrir að fleiri hérna viti meira en ég um það samt …
Vona að þú finnir margt skemmtilegt að gera, það er ótrúlega gaman að skoða eigið land svona. Maður gerir það einhvernveginn aldrei.
Bætt við 22. júlí 2010 - 00:15
Ég veit ekki nákvæmlega staðsetninguna, en einhversstaðar nálægt Grundarfirði er ölkelda. Semsagt uppspretta sódavatns :)
Ef þú hefur áhuga á meiru tengdu jöklum eða vilt vita eitthvað annað á suðausturlandi þá var ég að vinna í ferðaþjónustu þar og veit nokkurnveginn allt sem er hægt að skoða og gera þar ;) So ask away!