ég vildi bekkjarkerfi, þannig var valið mitt.
Það er líka val þeirra sem vilja komast í MR, burtséð hvort þeir séu úr nálægum hverfum eður ei. MR og VÍ eru ekki einu skólarnir með bekkjakerfi. Þá geturðu ekki alltaf fengið það besta, stundum þarf að velja og hafna, eða er það eitthvað sem þú hefur aldrei kynnst?
þeir eru augljóslega ekki jafn hæfir fyrir skólann og það er alveg út í hött að þú segir þetta því þú ert að ýta undir ójafnrétti í innritununum
Þú ert að ýta undir ójafnrétti í innritunum með því að leggja til að skólar líti eingöngu á einkunnir þegar þeir taka inn nemendur og hundsa því óskir þeirra sem vilja komast inn. Þú getur ekki sagt að fólk sé ekki hæft til að komast inn í skólann því það getur vel verið að menningin innan skólans skikki þá til þess að verða betri námsmenn - og öfugt! Slíkt er ekkert einsdæmi.
Þannig þeir eru bókstaflega að minnka hlutfallið af góðum nemundum og taka inn fullt af fólki sem ætti hreinlega ekkert að komast þar inn.
Enn og aftur getur þú ekki einfaldlega sagt að fólk eigi ekki að komast inn í skólann því það slackaði í 10. bekk því það getur verið að þeir örvist þegar þeir koma inn í nýja menningu.
Garðaskóli er einn af þrem erfiðustu grunnskólum landsins, fólk sem er að fá 9,8 í meðaleinkunn úr salaskóla eða hvað það er, er algjört rugl, það er ekki séns að fá það í garðaskóla.
Það þýðir samt ekki að inntaka út frá hverfum sé út í hött, heldur þýðir það að annaðhvort einkunnakerfið í Garðaskóla (og Salaskóla!) er á skjön við það sem gengur og gerist í öðrum skólum og þurfi að lagfæra, eða þá að MR þurfi að taka inn nemendur eftir einkunnum eftir að búið er að miða við að sumir skólar gefi of háar einkunnir og sumir lágar, og það er hægt með því að greina talnagögn úr skólum landsins.
Enn og aftur, mér finnst ekkert að því að hluti fólks sé tekinn inn í skólana byggt á því að þeir séu úr ákveðnum hverfum og mér finnst þetta óþarfa væl og frekja í foreldrum. Í versta falli er hægt að komast inn síðar á menntaskólagöngunni þar sem að þyngd náms ætti að sjá til þess að nemendur sem eru ekki að höndla námið falli úr því og pláss losni fyrir þá sem þykjast geta höndlað það.