en segðu mér þá eitt, af hverju í fjandanum er það sama á hvaða stóru auglýsingastofu sem þú kemur inn á í heiminum, ekki bara íslandi, heldur í heiminum, sérðu eplið út um allt? gæti það verið af því að þetta eru fyrirtæki sem nota tölvurnar í það eitt að vera í margmiðlunarvinnslu og nota því þær tölvur sem henta því best, enda fátt sem hægt er að gera í þeim til að fokka þeim upp?
fyrir mína parta þá fíla ég það að geta gert minna í tölvunni minni, ég get gert allt sem ég vill gera í tölvunni í mac, gæti allveg gert það sama í windows en einhverra hluta vegna þá hefur alltaf verið eitthvað vesen á windows tölvum sem ég hef komist í tæri við, mögulega er það mér að kenna, en samt fer ég yfirleitt ekkert í windows tölvu nema að ég sé beðinn um að laga eitthvað.
svo er KISS (Keep It Simple, Stupid) mjög gott mottó, ekki gera hlutina flóknari en þeir þurfa að vera, það endar bara í óþarfa vinnu, stressi, pirringi og tímaeyðslu
en hinsvegar er ég ekki apple-fanboy, ég segi oft í gríni „fáðu þér bara mac“ ef einhver kvartar undan því að tölvan hans er með vesen, en ég græt það ekkert að fólk noti windows, ég bara kýs að gera það ekki. svo er líka mjög gott fyrir mig að færri noti mac, þá er það ekki eins freystandi að búa til vírusa, trojuhesta og allt það helvíti fyrir þá (sem er hægt, ég ætla ekki að þræta fyrir það, bara ekkert allt of margir sem nenna að standa í því, því að sá markaður er ennþá mun minni en windows markaðurinn)
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“