Vandræðalegt
Innihaldslaust
Leiðinlegt
Tímafrekt
Ti lgangslaust
Þetta eru allt orð sem má nota til að lýsa fyrirbærinu “small talk”
Mér finnst bara svo óendanlega pirrandi þegar maður rekst á fólk sem maður kannst bara við, útá vídjóleigu, í sundi eða bara einhverstaðar og það byrjar að tala við þig, er ekki bara nóg að segja HÆ!! ?
Dæmi: Þú ert að koma úr sundi og þegar þú ert búin sturtunni og kemur að skápnum þínum þá er stelpa þar sem þú ert með í enskutíma en þekkir ekki neitt. Þú segir hæ við hana því að það er nú einu sinni bara almenn kurteisi, hún segir hæ á móti. EN NEI hún er ekki hætt, hún finnur fyrir einhverri pirrandi og yfirgengilega leiðnlegri þörf til að spjalla eitthvað við þig, þó að þið þekkist ekki neitt og eruð alls ekkert á leiðinni að kynnast.
Þessi samtöl ganga oftast útá það að ef að þú hittir einhvern sem er með þér í skólanum, þá er talað um skólan.
Semsagt stelpan í sundklefanum byrjar að tala um skólan við þig.
Stelpan: Hérna.. uh.. ertu búin með ritgerðina eða?…
Þú: …uh hvaða ritgerð?
Stelpan: Æj þarna um bókina sem við erum að lesa…
Þú: ..jaá hana… nei ekki byrjuð..
Stelpan: Ó..
*vandræðalega þögn í 3-5 mín*
Stelpan fer í sund.
Það er samtölum eins og þessum, sem setningar eins og þessar eru til:
“alltaf í boltanum?”
“Rosalega er veðrið gott í dag”
OG
“Hva.. á ekki að djamma um helgina?”
Fer þetta ekki í taugarnar á fleirum en mér?
Ef við stoppum þetta ekki endar ísland eins og bandaríkin, og líf okkar verður eins og American beauty segir svo vel frá.