1. Ekki nóg með það að þú hafir farið algjörlega fram hjá punktinum heldur byrjar þú að bulla líka.
a) Matarverð er jafn hátt og það er aðallega vegna þess að ríkið setur tolla á innfluttan mat og neyðir okkur til þess að kaupa mat frá dýrum íslenskum bændum auk þess sem það hefur svo gott sem tryggt nokkrum fyrirtækjum fákeppnisaðstöðu á matvælamarkaði.
En ef þú heldur að Bónus sé að hækka matarverð upp úr öllu valdi þá ertu eitthvað veruleikafirrtur. Ég veit ekki einu sinni til þess að Bónus hafi verið rekið með hagnaðarmarkmiði. Bónus hefur verið rekið með því markmiði að vera ALLTAF lægstir. Þú mannst kannski eftir mjólkurstríðinu eftir tilkomu Krónunnar.
b) Þú fattaðir ekki að ég var að reikna með því að þetta væri rétt hjá þér. Segjum sem svo að matarverð sé jafn hátt og raun ber vitni vegna þess að vondu fyrirtækin eru að kúga okkur. Samkvæmt þínum eigin áhyggjum af fátæka fólkinu, ættum við þá að hafa einungis ríkisverslanir þar sem allt er ókeypis og greitt er fyrir neysluna með sköttum?
Myndi það leysa eitthvað? Hefuru yfir höfuð heyrt um Sóvétríkin?
Nei, en ég myndi vilja hafa mun strangari reglur yfir bönkunum og fjármálafyrirtækjunum, þar sem ég hef sjálfur lent í svona skíta undirmála láni sem Kaupþing gamla gaf leyfi fyrir.
Aftur tekuru stóran sveig fram hjá pointinu og heldur síðan áfram á fullum hraða inn í eitthvað allt annað.
Ég skil ekki hvaða reglur þú ert eiginlega að tala um. Við erum með sérstök bankalög og við erum með fjöldan allan af lögum og reglugerðum sem gilda fyrir fjármálastofnanir og við erum með Fjármálaeftirlit og EKKERT af þessu gerði neitt gagn. Af öllum þeim mörkuðum sem við getum hugsað okkur þá er fjármálamarkaðurinn líklegast sá markaður sem er hvað strangast eftirlit með í heiminum og sem mestar reglugerðir.
Mér finnst nokkuð greinilegt að þessar reglugerðir hafa lítil áhrif önnur en þau að hefta samkeppni og tryggja nokkrum gömlum bönkum fákeppnisaðstöðu á landinu. Meira að segja þegar fákeppnisaðstaða þeirra og lélegar ákvarðanir höfðu sett þá á hausinn þá ákvað ríkið samt sem áður að halda þeim gangandi í staðinn fyrir að leyfa þessum fyrirtækjum að þurrkast út úr íslensku atvinnulífi og leyfa einhverju nýju að fylla skörð þeirra.
Auk þess sem mér finnst það ekkert koma ríkinu við hverjum ég lána mína peninga, gegn hvaða skilyrði og hvaða peninga ég vil fá frá hverjum og gegn hvaða skilyrði. Ríkið á ekki að brengla fjármálamarkaði frekar en aðra markaði.
Mér finnst spurningin um fátæka fólkið skipta öllu máli.
Auðvitað, en hún stendur og fellur bara ein og sér. Það er ekki hægt að troða spurningunni um fátækafólkið inn í öll önnur málefni. Hún er umræða út af fyrir sig og kemur öðrum umræðum lítið við.
Fólk er ekki eins hjálplegt og þú vilt halda fram. Fólk hugsar um Nr.1 fyrst og fremst, svo kemur nágranninn.
Enda á fólk líka fyrst og fremst að sjá um sjálft sig og þegar það hefur séð um sig sjálft þá fyrst getur það rétt út hjálparhönd. Það er algjörlega fáránleg samfélagshugmynd að halda því fram að við eigum stöðugt að hafa áhyggjur af því að láta öðrum líða vel án þess að hugsa út í okkar eigin þarfir.
Ef að ríkið væri ekki þarna til þess að taka skatt af fólki og nota þann pening svo í að borga fyrir heilsuþjónustu, brnabætur, leigubætur etc.
Þá get ég lofað þér því að það væru muuuun fleiri í slæmri stöðu og þeir sem eru í slæmri stöðu núþegar væru í verri stöðu.
Já, ef þetta væri afnumið í einum rikk núna án þess að gera aðrar breytingar þá myndi fólkið líklegast vera í verri stöðu. Það er alveg rétt. En þetta er samt sem áður nauðsynlegar breytingar, ef við viljum búa í samfélagi án kúgunar og þar sem fólk getur séð um sig sjálft. Mér finnst frekar kjánalegt að tryggja fyrirtækjum fákeppnisaðstöðu, skattleggja fólk til andskotans og breyta þeim í betlara, henda síðan smá ölmusu til baka og segja að fólkið þarfnist hennar til þess að lifa af. Fólk þyrfti ekki á þessari ölmusu að halda ef ríkið væri ekki búið að brengla líf þessa fólks í fyrsta lagi.
Ég benti sérstaklega á heilbrigðiskerfið í bandaríkjunum afþví að þar getur maður séð þetta glæsilega kerfi þitt og hversu meingallað það er.
Nú í þriðja skiptið ferðu upp úr þurru að tala um eitthvað allt annað. Ég hef aldrei hrósað kerfinu í Bandaríkjunum. Það kerfi er einnig gífurlega brenglað af afskiptum ríkisvaldsins og þeir eiga við sömu læknaklíku að stríða og við.
Í Bandaríkjunum er fasískt heilbrigðiskerfi, hérna er kommúnískt heilbrigðiskerfi. Ég vil hafa frjálst heilbrigðiskerfi þar sem þjónustan er á milli þeirra aðila sem eiga hlut að, læknar og sjúklingar, og án milligöngu þriðja aðila eins og ríkis eða atvinnurekanda.
Svo í endan ferðu aftur út í þá vitleysu að tala um “mitt kerfi” eins og þú sért allt í einu með skoðanir mínar á hreinu. Ekki vera með strámenn hérna og ekki ákveða hvað mér finnst, lestu bara það sem ég skrifa og hvort það sé gilt eða ekki.
Og jú, ef þú vilt að ríkið skattleggi þig til þess að hjálpa fátækum þá ertu að skella ábyrgðinni yfir á ríkið.