Hata það!
Fyrir langa löngu átti ég bíl. Opel Astra 2000 2. dyra, topplúga með awsum græjur! Kannski ekkert sérstakur bíll en Þmér þótti vænt um hann. Ég kallaði hann Sæma. þetta var fyrsti bíllinn minn og hann gaf mér frelsi. Við fórum margt saman!
En einn daginn á leiðinni heim á Reykjanesbrautinni slitnaði tímareimin í honum og eyðilagði vélina. Shit! Ég átti ekki efni á nýja vél þannig að maður að nafni Mundi vildi skipta honum á móti Opel Astra '96 station druslu..sem var þó gangfær. Svo þegar ég fer með hann í skoðun kemur í ljós að það eru um 8 hlutir sem þurfti að laga, auk þess að það er ekkert loftnet, skítlélegar hátalarar en það er allt í lagi af því að geislaspilarinn er ónýtur!!!
Ég er mjög vonsvikinn út þennan bíl sem Mundi lét mig fá og ég vildi bara skipta aftur en hann væntanlegast neitaði, sagðist hafa eytt of mikið í bílinn til að skipta aftur.
Mér bara sárnar þegar ég sé gamla Sæma út á götu, keyrandi, stundum með litlar skinkur í, eða e-a gamla kellingu. Sæmi ætti að vera í mínum höndum ef ég bara hefði skipt um eina helvítis tímareim.