Oh, núna ætti ég að vera á Galtalæk að djamma og djúsa. En hvað er ég að gera? Jújú, horfa á sjónvarpið og reyna að slaka á og lofa heilahristingnum að jafna sig. Við fórum á Hellu að fá okkur eitthvað að éta og svo á leiðinni valt bíllinn og lenti útí einhverjum skurði lengst frá á hliðinni. Sjúklega óraunverulegt þegar bíllinn var í loftinu, sá nú reyndar ekki lífið mitt í fast forward. En já, allir voru í belti nema ein stelpa en hún var eitthvað að reyna að laga það þegar við fórum útaf þannig hún endaði eitthvað frammí og svo skriðum við útum einhvern glugga og svona.
Og þá kom það jákvæða í ljós; enginn var meiddur neitt mikið. Sá sem var að keyra fék smá skurð á olnbogann ég fékk tonn af dvergaskrámum útum allt og vægan heilahristing, stelpan sem var ekki í belti fékk held ég nokkrar skrámu og svo var hinn sem var í aftursætinu með bara einhverja smá bakverki. Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig það gerðist að enginn meiddist neitt meira, erum sjúklega heppin.
Boðskapurinn í þessari sögu, vera í belti og ekki lenda í slysi :)
p.s missi af scooter :(
Bætt við 5. júlí 2010 - 12:34
Og by the way: http://www.visir.is/oanaegdur-fadir–vidbrogd-logreglu-eftir-bilveltu-faranleg/article/2010860038387 :)