Núna eru tvöfaldar rafmagnstöflur í íbúðunum þar sem það á eftir að skipta alveg, það eru eðlilegar íslenskar innstungur alls staðar nema fyrir eldavélina, örbylgjuofninn, þvottavélina, þurrkarann og uppþvottavélina svo maður finnur þannig lagað ekkert fyrir því. Í samningnum kemur basically fram að þeir megi taka þessi tæki þegar þeim hentar. Þeir eru nú samt búnir að vera á leiðinni með það síðastliðið ár held ég en það á eftir að hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir þá (nýjar eldavélar og ísskápar í allar íbúðirnar) svo það er ekkert víst að það gerist strax … bara krossa fingur :)
Ég veit ekki hvernig það verður með sameiginlegar þvottavélar og þurrkara eftir að rafmagninu verður breytt, hef ekkert heyrt um það. Held að þeim beri tæknilega séð ekki skylda til þess að bjóða upp á það, en það verða örugglega tengi fyrir þvottavélar áfram … þetta eru alveg nokkrar þvottavélar í sameignunum svo fólk gæti þess vegna bara komið með sínar eigin.
Myglan myndi örugglega trufla þig mikið - bara rétt eins og aðra svosem, en þetta er dáldið happdrætti, sumir fá íbúð með myglu og aðrir ekki. Endalaust glatað að fá ekki að skoða íbúðirnar áður en maður skrifar undir samninginn, reyndar veit ég til þess að þeir hafa alveg verið að leyfa fólki það, sérstaklega þar sem það eru svo rosalega margar tómar núna, en það er náttúrulega hægara sagt en gert þegar þú ert svona langt í burtu.
Það er samt fyi alls ekki allt neikvætt við að búa hérna :) Mér finnst æðislegt að hafa svona mikið pláss og leigan er alls ekki há miðað við hvað íbúðirnar eru stórar.