Eigendur 10-11 hljóta að eiga einhverja verslun þar sem gróði er mikill sem borgar upp tapið á þessari búð. Það sér hver sem vill að búðin myndi aldrei standa undir sér þrátt fyrir að vera opin allan sólarhringinn
Það er bara silly. Þeir eru ekki að halda uppi verslunarkeðjum með stöðugu tapi vegna þess að þeir geta borgað það upp með annarri verslun. Það er búið að loka amk 2 10-11 verslunum og aldrei að vita hvort aðrar fylgi í kjölfarið. Hagar eru ekki að halda verslunum opnum okkar vegna, ef búðin stendur ekki undir sér þá er henni lokað.
Þeir keyra búðirnar á eins littlum kostnaði og hægt er og svo skilur fólk ekki alveg að þó að Bónus selji kannski fyrir miklu meiri pening daglega þá er gróðinn svipaður. Ef 10-11 selur einhverja vöru á 160kr en Bónus selur sömu vöru á 80kr þá er 10-11 ekki að græða helmingi meira á sölunni vegna þess að báðar verslanir kaupa vöruna inn á kannski 70kr sem leiðir til þess að 10-11 græðir 90kr á hverri seldri vöru en Bónus aðeins 10kr, sem sé 9x meira.
Ég var í einni svona 10-11 verslun sem var lokað, hún var að fá undir 200.000kr í kassann á dag og var rétt svo að standa undir sér. Það er ekki nema um 8000kr á klukkutímann en samt var hún stöðug eða í örlittlum gróða.
Tapið í svona búðum er mjög lítið, það er farið mjög varlega í pantanir á öllu sem rennur út, 1-2 starfsmenn á vakt, pasta og súpubarirnir eru horfnir úr flestum verslunum, bætt við heilli videoleigu án fjölgunar starfsfólks