Okei ég vakna sallarróleg og lít á klukkuna, þá er hún hálf 6!? Ég hef s.s. slökkt á vekjaraklukkunni í svefni (sem ég geri skuggalega oft samt) og steinsofið til hálf 6! ómæ, ég elska svefn en ég meina, sjaldan hefur mér tekist að sofa lengur en 12 tíma! vakna alltaf fyrir 12 viljandi eða óviljandi því ef ég þarf ekki að vakna í einhverja af 3 vinnunum mínum eða fara í skólann þá er alltaf eitthvað annað sem maður þarf að gera.
En já nú er best að fara að koma sér framúr og fara að elda sér morgunhádegiskvöldmat.. og kannski taka nokkrar svefntöflur í leiðinni því ég þarf að fara að sofa aftur eftir 6 tíma.. great!
En kæru hugarar, til að samviskubitið mitt verði ekki meira, getiði sagt mér hvað er það mesta sem þið hafið sofið ? 16 tímar hér en ég veit þið toppið þetta auðveldlega :)
Sá er sæll er sjálfur um á