Ég get ekki rætt þetta við manneskju sem telur að það eigi að vera lög sem hindra 17 ára manneskjur frá því að nota ljósabekki, ég get hinsvegar sagt þetta við hvern sem er.
Það að fylgjast ekki með þróun fæðingabletta í húðkrabbamein, er vanræksla.
Það að leyfa þeim að vera úti í sólinni, er það ekki.
Það að leyfa þeim að nota ljósabekk, er það ekki.
Ég hef aldrei farið í ljósabekk og ég er ekki einu sinni mikið úti, né var ég aldrei, ég hef alltaf verið aðdáandi sólarvarnar og því notað hana, en samt, samt hefur þurft að láta taka 5-8 fæðingabletti af mér vegna hárra líkna á sortuæxli, hefðu foreldrar mínir verið ábyrgir fyrir sortuæxlinu ef að faðir minn væri ekki góður í húðlækni og forvarnarsinnaður?
Eru aðrir foreldrar ábyrgir ef að þeir leyfa börnunum sínum að vera úti?
Gleymum því ekki að sortuæxli eru valdar að 75% af öllum húðkrabbameinsdauðum
'^1 og að líkurnar aukast einungis um 75% í fólki sem stundar ljós fyrir aldurinn 30
^2 Það eru 6,829,200,000 manneskjur í þessum heimi.
Það deyja 63,480 á ári af völdum sortuæxla.
Það er: Líkurnar á því að þú deyjir af völdum húðkrabbameins, þó þú stundir ljós eru >1:107,580, en eru samt sem áður ó svo gríðarlega lægri en þær að þú deyjir vegna bílslysa ef þú keyrir bíl í Bandaríkjunum í eitt ár(1:6,733) tölum ekki einu sinni um 60 ár(Meðalaldur húðkrabbameinssjúklinga you say?) 60-18 ára = 42 6,733/42= 1:160
'^3Einn á móti 160.
Og þú dirfist að ætla að LÖGSETJA eitthvað sem að er án efa lægra en 1:500,000 hjá ábyrgum foreldrum.
Hugsaðu um þessar tölur áður en að þú segir mér aftur að þú sért með því að börn séu tekin af foreldrum vegna þess að börn þeirra nota ljósabekki.
Ekki setja lögbann á uppeldi barna, settu lögbann á vanrækslu barna. (Erum við ekki með þau nú þegar? Spyr sá sem ekkert veit)