Um helgina söng skjárinn á símanum mínum sitt síðasta en síminn virkar fínt að öllu leyti. En vegna skjávandræðanna er ekki hægt að lesa sms o.s.frv. Einnig get ég ekki stillt verkjarklukkuna mína sem er algjört möst fyrir mig þessa dagana. Þannig ég var að velta því fyrir mér ef einhver hérna sem á eins síma og ég (Nokia 3120, http://img.gsmarena.com/vv/pics/nokia/nokia-3120-classic-02.jpg) eða svipaðan, hvort hann gæti gefið mér leiðbeiningar svo ég geti stillt hana blindandi.
Dæmi: Til að fara í inbox: Ýta á miðjuna, ýta einn upp, einn til vinstri, miðjuna og tveir niður.
.