Ég gef lítið fyrir það eftir stjórn XD og XS
lítið fyrir hvað?
Ef þú vilt að ég dragi upp jafn grunnar, djók lýsingar á öðrum flokkum þá get ég það alveg. Þetta er ekkert persónulegt á móti Framsóknarmönnum.
Eins og ég sagði er þetta allt saman meira og minna sami flokkurinn nema hvað þeir berjast fyrir mismunandi sérhagsmunahópa.
En annars er ég algjörlega ósammála þér með þessa dýrkun á miðjunni. Við búum í ríki sem er fullt af miðjufólki sem skortir mjög pólitíska hugsjón og hagfræðilegt innsæi. Hér vegsama menn velferðakerfið og allar aðrar ákvarðanir virðast vera geðþóttaákvarðanir til þess að styðja einhvern ákveðinn sérhagsmunahóp, sama hvort það eru hlutafélög, bændur, verkalýðsfélög eða femínistar og umhverfissinnar… nú eða fólk sem er ósátt með kvótakerfið.
Ég hef ekki orðið var við neinar öfgasveiflur til hægri eða vinstri, og ég veit varla um hvað þú ert að tala þegar þú talar um hægri eða vinstri.
Ef hægri þýðir aukið markaðsfrelsi, afnám tolla, lægri skattar og minni umsvif ríkisvaldisins þá vil ég fá jafn öfgakennda hægrisveiflu og völ er á.
Ef vinstri þýðir aukið lýðræði, aðskilnaður ríkis og kirkju og jafnrétti í lögum þá skaltu endilega koma með eins öfgakennda vinstrisveiflu og þú getur.
Vandamálið er ekki vinstri eða hægri sveiflur. Vandamálið er að við erum með lýðræði á sama tíma og við erum með þjóð sem er uppfull af hálfvitum sem nota virkilega orð eins og
hægri og
vinstri þegar það talar um stjórnmál.
Bætt við 26. maí 2010 - 15:27 Annars hef ég lítinn áhuga á því sem Sigmundur Davíð hefur að segja. Hann dettur inn á jákvæða punkta inn á milli, en annars held ég að hugsanagangur okkar sé ekki svipaður :)