Ókei, málið er að ég og vinkona mín erum búnar að vera að rökræða þetta lengi.
Hún er að tala um að tíminn á Íslandi ætti ekki að vera á þessum tíma.

Ég segi að Ísland sé á gmt tímanum, semsagt sama tíma og Í Bretlandi.
Svíþjóð er til dæmis GMT+1, sem þýðir að þegar klukkan er 12 á Íslandi og Bretlandi þá er hún 13 í Svíþjóð.
Ísland ætti raunverulega að vera GMT-1, vegna þess að það er í hina áttina frá Bretlandi.

Vinkona mín segir að samkvæmt rannsóknum er aðalástæðan fyrir því að börnum og unglingum finnst erfitt að fara snemma að sofa og vakna snemma á morgnana sú að líkaminn tekur mið af öðrum skilaboðum en klukkunni.
Hún segir að þegar klukkan á Íslandi er 8, ætti hún að vera 9.



http://www.myminuteintime.com/graphics/timezone_map.gif


Hver hefur rétt fyrir sér ?

Bætt við 24. maí 2010 - 17:36
Já, ætla að bæta við að ég vil ekki að klukkunni yrði breytt.
Hún virkar vel einsog hún er og virkar betur þannig heldur en hún myndi gera ef henni yfði breytt, eða ég er allaveganna viss um það :)