Sælir hugarar.
Mig langar að byrja á umræðu sem er mjög umdeild og kallast "miðlar

Sjálf hef ég mjög góða reynslu af miðli og langar til að sækjast í einn aftur, forvitnast aðeins í framtíðina og jafvel fortíð.

Það sem fer í taugarnar á mér við fólk sem trúir ekki á miðla, er að svo margt af þessu fólki hefur ekki einu sinni farið til miðils. Þeir tala bara útum rassgatið á sér þegar þeir segja að miðlar séu aðeins bull og þvæla. Þeir hafa ekki reynsluna og geta því ekki dæmt eitthvað svona. Ég skil alveg að fólk hefur sínar efasemdir og treystir ekki alveg á ”eitthvað sem er æðra og óútskýranlegt" en það sem ég skil ekki er hvernig fólk getur bara hafið skothríð á eitthvað sem þeir hafa ekki reynslu af, fordæmt það og gjörsamlega dritað það niður með skítnum sem kemur útum ranga opið á þeim.


Einnig fólk sem hefur lent á svikamiðli og byrjar að alhæfa um að allir miðlar séu bara kjaftæði og yadayadayada.

Allavegana…

Miðillinn sem ég fór til sagði mér margt sem væri í gangi í kringum mig og sem var algjörlega satt og útskýrði hvað ég kæmi til með að gera í framtíðinni og svoleiðis. Það sem gerði þetta trúverðugt var það að hún var ekki að spyrja mig endalaust. Hún sagði mér frá mínu lífi og tengslum í kringum mig og hún var ekkert endilega að fegra þetta neitt af því að hún kom líka með það neikvæða, ekki of neikvætt samt, sem miðlum ber ekki að gera en hún var alveg ótrúlega góð og skoraði beint í mark í hvert sinn sem hún kom með spurningu og staðreyndir.

Það sem ég vil forvitnast um er:
Hvaða reynslu hafi þið af miðlum? Af hvaða miðlum þá?
Fannst ykkur það trúverðugt? Rættist spáin og svo framvegis?



Ræðið börnin góð. :)
Here is the deepest secret nobody knows. Here is the root of the root