Staða kynjanna hefur vissulega orðið jafnari undanfarna áratugi, að hluta til vegna ötullar baráttu Femínístafélags Íslands, mörg málefni hafa verið dreginn upp á sjónarsviðið og fleiri og fleiri eru farnir að átta sig á því að það mætti gera betur varðandi jafnrétti kynjanna.
En það er samt hellingur sem þarf að laga og þangað til það hefur verið gert er ekki hægt að tala um fullkomið jafnrétti, þetta er ekkert flókið, á meðan kona hefur lægri laun er karl í sömu stöðu er ekki jafnrétti alveg sama þótt að munurinn sé bara 1% eða 1 króna, það er ekki tölurnar sem skipta máli heldur er þetta sjálfsagt prinsipp mál að konur og karlar fái greitt nákvæmlega það sama fyrir sama starf, upp á krónu. Því ástandi hefur ekki enn verið náð og þessvegna er ekki hægt að tala um jafnrétti kynjanna.
Femínístar eru einhver ferskasti blær sem blásið hefur í vestrænt samfélag síðustu 20-30 ár, í öllum félags og hugvísindagreinum hefur femínisma haft mikil áhrif á sýn manna á fræðin og samfélagið, hefur tildæmis ollið straumhvörfum í allri félagsfræði og heimspeki.
Það er óþarfi að túlka femínisma sem einhverja ögrun við núverandi ástand (þótt vissulega komi það fyrir og það er öllum holt að láta ögra sér einstöku sinnum, það fær fólk til að hugsa um hlutina á nýjan leik og bætir samfélagið), þetta er viðbót. Að kyngreina opinber skjöl og skýrslur eru þarfaverk, með því er jafnvel hægt að komast að einhverju sem mönnum hafði ekki áður dottið til hugar. Það er ekki bara gert til þess að fara í taugarnar á netverjum.