Æ maður er alltaf að pæla.
Var að “rífast” við vin minn áðan um það að íslenskt efni á IceBits sé bannað. Umræðan hófst þannig að ég sagði að mér þætti það heimskulegt. Hann kemur með eitthvað “hvað hefurðu verið á mörgum síðum sem smáis lét loka vegna þess að það var íslenskt efni á þeim?” Hann er svona óþolandi týpa sem hættir ekki rökræðum fyrr en andmælandinn játar sig sigraðan og skiptir um skoðun á málinu. Ég sagði við hann að ég hefði rétt á mínum skoðunum og að þessum síðum hafi ekki verið lokað vegna íslenskrar dreifingar, heldur bara vegna lögfræðihótana í garð rekenda síðnanna (sem í flestum tilfellum eru 13-15 ára börn).
Smáís eru samtök myndrétthafa á Íslandi. Þeir hafa líka rétt á erlendu efni sem selt er hér á landi og því ætti það að vera alveg jafn mikið þeirra mál að erlendu efni sé dreift þarna.
Svo er annað. Síðurnar sjálfar hýsa ekki “ólöglegt efni,” þær gefa “þjófunum” grundvöll til að athafna sig en síðurnar eru í raun ekki að gera neitt af sér. Það væri alveg eins hægt að sækja Reykjavíkurborg til saka fyrir að sjá eiturlyfjasölum fyrir húsasundum til að selja eiturlyf.
Svo eitt enn. Samkvæmt íslenskum lögum um dreifingu efnis þá er ekki bannað að niðurhala ólöglegu efni, heldur er einungis ólöglegt að dreifa því. Rekendur síðnanna geta verið með aðganga til að niðurhala en ef þeir myndu sleppa því þá væru þeir ekki að gera neitt rangt. Þetta er vefsíða sem þeir halda uppi, og ég tala nú ekki um ef síðan er ekki hýst hér á landi. Það sem SMÁÍS er að gera er einfaldlega að hræða rekendur síðnanna með lögsókn vegna þess að þeir eiga peningana til þess.
Og eitt enn: http://img.megaleecher.net/uploads/piracy-is-theft.jpg