Hmm… Ef þú spyrð mig, færðu tæknilegt svar, ekki pólitískt.
Hvað er samfélag annað enn afköst tækniþróunarinnar?
samgöngur, samskipti, landbúnaður, framkvæmdir, upplýsingatækni of svo framvegis,
langflest mál og vandamál samfélagsins eru tæknileg!
Ríkistjórn íslands er peningadrifin stjórn,
og þar af leiðandi þurfa þingmenn að gæta sinna EIGIN hagsmuni, og þeirra sem styrkja þá, (fyrirtæki)
Lífsgæði einstaklingsins fer eftir fjárkraftinum, því meiri peningur sem einstaklingurinn ‘á’,
því hærri lífsskilyrði mótar hann með sjálfum sér og sínum.
Hvað með fólk sem er fjársnautt? atvinnulaust, öryrkjar, heimilislausir, það endar með verri lífsgæði og stöðuga erfiðleika, enn þeir sem eiga nóg af pening á milli handana.
Er það jafnrétti? Er það partur af Lýðræðinu mikla sem við búum undir?
Enn og aftur: Samfélagið er ekkert annað enn tæknilegt mál!
hér er stutt dæmi:
Þú spyrð pólitíkus, hvort það sé hægt að mata ALLA jarðbúa.
hann mun væntanlega svara þér: “Það er ekki til af peningum til þess”,
Þú spyrð prest eða trúarleiðtoga, hann svarar væntanlega “að trú mannsins sé ekki næg fyrir slíka blessun”,
Svo getur þú spurt Tæknimann “Getum við matað alla jarðbúa?”, hann mun svara: “Já, tæknilega séð, er það hægt, hvar sem er á Jörðinni, á einn eða annann hátt með vísindalegri aðferðafræði”.
Og það er svo innilega rétt hjá tæknimanninum, að tæknilega séð er hægt að mata hvern einn og einasta jarðbúa, tæknilega séð er hægt að hýsa hvern einn og einasta jarðbúa með húsaskjóli, tæknilega séð er hægt að bjóða heilsuþjónustur fyrir alla jarðbúa án fjárhagslegra hafta, tæknilega séð er hægt að tengja allar Jarðálfunar án þess að þurfa fljúga yfir allt og menga, tæknilega séð er hægt að þróa og virkja sírennsli á fersku vatni handa öllum jarðbúum, tæknilega séð er ALLT hægt, ef sköpunarkrafturinn er til staðar.
Ef þú skilur hvert ég fer með þetta,
þarf fólk ekki að kjósa um eitt eða neitt. (til hvers?)
(Því allir Jarðbúar eiga skilið hæðsta staðal á lífsgæðum sem tæknin getur boðið upp á) <- mitt mat.
ps: eins lengi og virkni samfélagsins er smurt með peningadrifnu efnahagskerfi,
þá hefur ALDREI,
verður ALDREI,
og mun ALDREI,
vera lýðræði,
jafnrétti,
ást,
eða friður.