Þannig er mál með vexti að ættingi minn býr miðsvæðis, og bílastæðamál þar geta verið ansi pirrandi. Þessi aðili býr í götu þar sem það er gert ráð fyrir einum bíl á íbúð, sumir eiga tvo, aðrir fá stundum gesti and so on. Bílastæðamál þarna eru því oft vesen og leiðindi. Svo býr kona í húsinu á móti þeirra (ættingja míns megin er lagt á götunni, konunnar megin er lagt upp á kantstein) sem bara geeeetur ekki drullast til að leggja sín megin, þ.e.a.s lagt upp á kantstein. Hún leggur frekar í annarra manna stæði og jafnvel frekar langt frá sínu eigin húsi til að þurfa ekki að leggja uppi á kantsteini.
Í þessi skipti sem hún þarf að hunskast til að leggja sín megin bókstaflega BÍÐUR HÚN þar til einhver (og það lendir oftar en ekki á ættingja mínum) fer út og færir þá bílinn sinn yfir! Og fer að því loknu aftur inn til sín. Ég sver það, ég trúði þessu varla fyrr en ég sá þetta ítrekað með eigin augum. Svo hefur hún stundum tekið þann pól í hæðina að reyna að luma sér smoothly inn í stæði á milli bíls ættingja míns og einhvers annars, með þeim afleiðingum að hún keyrði smá á bílinn hans, sem rispaðist eftir númeraplötuna hennar, það var mjög áberandi. Hún neitaði svo algerlega allri sök þegar þetta var borið uppá hana, þó að þetta gæti ekki verið eftir neinn annan.
Svo að…mynduð þið áfellast ættingja minn það mikið ef hann færi og lyklaði bílinn hennar? Ég myndi það ekki, en ég er nú enginn holdgervingur alls þess sem er uppfullt af siðferði, svo að ég vildi fá álit annarra.