Getur ekkert bara alhæft það að mæður undir átján ára aldri séu óhæfar í að ala upp börn! Það er ekkert annað en fáfræði, heimska og fordómar. Börn ungra mæðra/foreldra eru ekki verr upp alin eða hafa það verr í lífinu sínu því foreldrar þeirra eignuðust þau á ung. Hef reyndar lesið það einhversstaðar nokkrum sinnum og frekar nýlegra að skv. einhverri rannsókn þá séu börn ungra mæðra hamingjusamari (eða eitthvað svoleiðis) heldur en mörg “gamalla” foreldra. Nenni ekki alveg að leita að þessari rannsókn þar sem ég hef ekki hugmynd um hvar ég get fundið hana, svo ef þið krefjist heimilda (!!!!!!!) þá skulið þið bara googla sjálf.
Það er ALLS EKKI eðlilegt að samfélagið ÆTLIST TIL ÞESS að stelpur fari í fóstureyðingu. Ég veit um mjög mörg dæmi þar sem stelpur fara til félagsráðgjafa til þess að fá hjálp við að skipuleggja sig fjárhagslega og þess háttar fyrir komu barnsins og félagsráðgjafarnir voru meira í því að fá þær til að skipta um skoðun (s.s. fara í fóstureyðingu) heldur en að hjálpa þeim að skipuleggja sig. Það finnst mér mjög sorglegt, þegar maður er kominn á þann stað að byrja að skipuleggja sig eitthvað og svona þá er maður ekkert að fara að snúa við eða skipta um skoðun. Það getur enginn breytt ákvörðun stelpu sem hefur ákveðið að eiga barn/fara í fóstureyðingu… eða jú reyndar, þá hafa margar stelpur farið í fóstureyðingu því kærastinn og allir í fjölskyldunni sögðu þeim að fara, og þá náttúrulega sjá margar eftir því að hafa farið og eiga erfitt með að sleppa því að hugsa um þetta og þurfa jafnvel sálræna hjálp. En mín skoðun er þá að ef hún gat ekki staðið föst á sínu, þá langaði henni kannski ekki nóg í þetta barn eða hún er of weak til að taka ákvarðanir sjálf… og fólk sem getur ekki tekið ákvarðanir sjálft hefur ekkert með börn að gera, af augljósum ástæðum.
Það virkilega er meira en að segja það að fara í fóstureyðingu, alls ekki hægt að útskýra það með orðum. En þá er ég nú samt ekki að meina að “flestar stelpur sjái eftir þessu alla sína tíð og verði ógó þunglyndar útaf því!!”… sumar einfaldlega geta það ekki og hafa ekki snefil af áhuga á því að eyða því. Persónulega sé ég ekkert að því svo lengi sem foreldrarnir geta séð fram á það að geta gefið barninu að éta og allt það sem fylgir því að eiga barn. Ef fólk er tilbúið að ströggla og seinka skólanum og fórna fullt af hlutum, þá gerir það það bara og það kemur engum öðrum við. Það fara ekki allir eftir þessu hefðbundna framtíðarplani, klára háskóla - gifta sig - eiga börn. Og það er heldur ekkert hægt að ætlast til þess að allir geri það. Með hjálp frá aðstandendum þarf það ekki einu sinni að vera ströggl.
Svo er ég sammála BabyMama, 16 ára mæður geta vel verið betri heldur en þrítugar mæður. Það fer ekkert eftir aldri hversu góðir/hæfir foreldrar eru, það fer meira eftir áhuga foreldranna á barninu, áhuganum um að sjá um barnið sitt og hvað þeir eru tilbúnir að fórna fyrir barnið sitt. Þrítugt fólk með íbúð og fínar tekjur eru ekkert BETRI foreldrar en yngri mæður, bara af því þeir eiga meiri pening og þurfa ekki að ströggla neitt til að sjá um barnið sitt. Þó 16 ára krakkar séu ekkert í bestu aðstæðunum (ekki búin með skóla, eiga ekki íbúð) þá komast þeir á rétta staðinn seinna, þeir fá íbúð seinna og fastar tekjur. Það er örugglega erfitt að fikra sig á þennan stað en það er alveg hægt ef þeir vilja gera allt fyrir barnið sitt svo það fái gott líf. Heimurinn fer ekki á hvolf útaf einu barni.
Auðvitað eru sumar sem æða bara í þetta því þær ætla sko eekki í fóstureyðingu!! Og eru síðan bara á bömmer yfir því að missa af bíladögum og þjóðhátíð, henda krakkanum í mömmu og pabba og gera það af vana sínum. Svona dæmi eru alveg vel þekkt, en þetta er sjaldnast svona, allavega á Íslandi. Svo mér virðist. En við skulum heldur ekki gleyma því að það er alltaf talað miklu meira um það neikvæða, það jákvæða og góða gleymist oft. Mér finnst þessir fordómar gagnvart ungum foreldrum vægast samt ömurlegir og bara heimskulegir. Ungir foreldrar (þessir “góðu”, semsagt sem henda ekki krakkanum í foreldrana og svona) ættu frekar að fá props fyrir að þora þessu og geta þetta. Það er ekkert grín að vera í þessari aðstöðu að ákveða hvort maður eigi að eiga krakkann eða ekki, maður fær alveg þessa tilfinningu “oooh ég mun ekki geta gert þetta og þetta og þetta..” og finnast eins og lífið sé búið ef maður gerir þetta, en sannleikurinn er sá að lífið er ekkert búið þegar maður eignast barn. Maður lifir því bara öðruvísi, maður fer að hugsa öðruvísi og maður stefnir bara í aðra átt en maður hélt maður myndi gera. Skemmtunin í lífi manns hverfur ekki. Sure djammið verður minna en það hættir ekkert - ef það nennir einhver að passa krakkann og yfirleitt eru ömmur og afar alltaf tilbúnir til að passa einstaka sinnum svo foreldrarnir geta farið út á lífið, og ekkert bara hjá ungum foreldrum, þessum eldri líka.
Ég er ekki að segja að það sé rosa sniðugt og bara ekkert mál að eignast barn undir 18 ára bara því það mun að öllum líkindum reddast, en ef foreldrarnir eru tilbúnir að leggja þetta á sig, why the hell not?
Ok nú þú. Af þínum skrifum að dæma eru allir börn sem eru undir 18 ára aldri og þá eru allir foreldrar undir 18 ára óhæfir í að eiga barn. Hvernig í andskotanum færðu það út? Hvað hafa 30 foreldra framyfir t.d. 16, 17 ára foreldra, annað en hugsanlega íbúð, fastar tekjur og … fleiri minningar? ekki hægt að segja “meiri reynslu af lífinu” það er mjög mismunandi og einstaklingsbundið og skiptir í raun engu máli, imo.
Bætt við 19. maí 2010 - 02:38 Ef að stúlka telur sig vera færa um að ala upp barn þá gerir hún það, jafnvel þó að hún sé 14 ára.
Sammála þessu, og ef hún feilar þá feilar hún bara. Þrítugir foreldrar geta líka feilað.