Er ég rasisti?
Ég hef undanfarið fylgst með umræðu hér á huga sem snerist um kynþáttahatur og útlendinga hér á landi.Ég persónulega hef sterkar skoðanir á því hversu margir útlendingar ættu að mega búa hér á íslandi.Ég kem utan af landi og hef unnið með mikið af útlendingum eins og t.d. tælendingum, pólverjum,rússum og júgóslövum og er þetta flest fínasta fólk,harðduglegt og áreiðanlegt. Það kemur þó ekki í veg fyrir að ég vil að takmarkanir verði settar á hversu margir útlendingar búi hér á landi.Íslendingar eru það fámenn þjóð að það þarf ekki mjög mikið af innflytjendum til þess að setja nýjan blæ á samfélagið. Ég vil geta gengið niður laugarveginn eða farið í sund án þess að þriðji hver maður sem ég mæti sé útlendingur. En gerir þetta mig að rasista? Ég á nokkra vini og kunningja sem eru útlendingar og jafnvel þeir segja að of mikið af útlendingum sé ekki gott fyrir ísland. Það þarf ekki að horfa lengra en til Danmerkur til að sjá hvernig ísland gæti orðið eftir nokkur ár. Töluvert er að nýnasistum þar og er jafnvel búið að setja lög sem eiga að gera innflytjendum erfiðara fyrir að setjast þar að. Ekki eru þau lög tilkominn vegna kynþáttahaturs heldur vegna þess að danir vilja losna við flóttamannastrauminn sem hefur streymt til danmerkur undanfarinn áratug sökum stefnuleysis stjórnvalda í þessum málum. Það er ekki hægt að tittla alla sem vilja færri útlendinga á íslandi sem kynþáttahatara(þótt sumir séu það vissulega og er ég á engan hátt að verja félag íslenskra þjóðernissinna). Vill ég ljúka þessum skrifum á því að spyrja alla þá sem kunna að lesa þessa grein hvar eru skilinn á milli þjóðerssinna og rasista?