Rannsóknir sýna einmitt að börn sem eru flengd fái minna sjálfstraust á uppvaxtar sem og fullorðis árum. Minni framtakssemi við hræðslu um að gera rangt og opna sig minna fyrir manneskjum í lífinu.
Engar refsingar á börnum leiða til nákvæmlega engis aga, sjáðu ungu kynslóðina í dag, þau sína enga virðingu eldra fólki. Það sem þú kallar að opna sig fyrir manneskjum gera þau með að rífa kjaft við eldri manneskjur og verða súper sjálfstæð sem sumir kalla gott en hver veit, þau vilja fullorðnast alltof fljótt og gera kanski fleiri mistök á yngri árum eins og að byrja reykja og fleira. Smá minna sjálfstraust er kanski bara ágætt, það myndi allaveganna stoppa þessa “ég er íslendingur og ég er bestur hugsun” => kreppa.
Það á að tala við börn á skiljanlegann máta til að þau hætti að gera hlutina sem þau gera.
Ég sé þig fyrir mér þig að rökræða við vælandi krakka í fílu…aint workin.
Ef þú flengir barn er það eina sem það mun skilja eru hrópin í foreldrinu og ásakanirnar sem fylgja þeirri athöfn og sársaukinn sem það skynjar, það þýðir ekki að það læri að gera rétt.
Ég held að flestar lífverur læri að gera ekki eitthvað ef þær verða fyrir óþægindum þegar þær gera hann, af hverju ekki börn?
Mér fynst þó eins og flestir þeir sem eru á móti flengingum hafi aðra mynd í huga en ég, þegar þið segir að það valdi andlegum skaða þá sé ég fyrir mér barsmíðar, sem er rétta orðið yfir það sem ég held að þið séuð að hugsa. Flengingar fyrir mér eru léttar, skilja ekki eftir sig marbletti og valda meira skömm en sársauka. Auk þess sem þær eru ekki notaðar alltaf þegar barnið gerir eitthvað rangt.