Ég er ekkert gríðarlega virkur hugari þannig að ég ákvað bara að skella þessu hérna inn.
Ég er að fara að fá mér teina bráðlega og ég er að verða tvítug. Ég er á báðum áttum um hvort ég eigi að fá mér venjulega eða glæra. Ég hef verið staðföst á því síðan ég ákvað á mínar eigin spítur að fara í tannréttingar að fá mér silfur en ég var að fatta það að ég mun vera með þessa teina næstu 3 árin og mun losna við þetta rétt áður en ég verð 23 ára. Vinkona mín sagði mér að ég ætti hiklaust að fá mér glæra því það bjargaði henni alveg en kærastinn segir að til hvers að reyna að fela það sem er hvort eð er, og eyða 200þúsundum auka í það.
Mig vantar fleiri álit, ef þið vilduð vera svo væn þar sem ég er alltof óákveðin, og einnig væri rökstuðningur fyrir ykkar skoðun vel þeginn:)
Bætt við 8. maí 2010 - 00:17
Ahh.. auðvitað meina ég að eyða 200þúsund auka í að fá glærar til þess að það beri minna á þeim, s.s. sem vinkonan er að mæla með.